Þumalbrotnaði í fyrstu lotu en kláraði samt bardagann og vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 09:01 Valgerður Guðsteinsdóttir vann flottan sigur í Svíþjóð og hefur nú unnið fimm af sjö bardögum sínum sem atvinnumaður. Instagram/valgerdurgud Íslenska hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir vann flottan sigur í bardaga sínum í Jönköping í Svíþjóð um helgina en hún þurfti heldur betur að harka af sér í bardaganum. Allir dómararnir dæmdu Valgerði sigur á hinni maltnesku Claire Sammut eða 59-55, 59-55 og 58-56. View this post on Instagram A post shared by Mjo lnir (@mjolnirmma) Mjölnir segir frá bardaganum sem og að þetta hafi ekki gengið þrautalaust fyrir hana. Instagram/valgerdurgud Valgerður fór úr lið á þumalfingri í fyrstu lotu bardagans en hélt áfram. Seinna kom síðan í ljós að hún hafði brotið þumalinn og þarf að fara í aðgerð. Valgerður fékk að vita um alvarleika meiðslanna eftir að hún fór upp á sjúkrahús eftir komuna til Íslands. Hún þurfti að treysta meira á vinstri höndina heldur en upphaflega var planað. Það var hins ekkert verra að taka þennan bardaga með vinstri. „Mér líður ógeðslega vel nema að ég fór úr lið í fyrstu lotu þannig að ég gerði ekki alveg það sem ég vildi gera en við fengum sigurinn,“ sagði Valgerður Guðsteinsdóttir á Instagram. Þjálfari hennar Davíð Rúnar Bjarnason fór líka yfir bardagann hennar og það fór ekkert á milli mála að hann var mjög ánægður með sína konu. Vel bólgin á hendinni.Instagram/valgerdurgud „Það eru allir í skýjunum hér. Þetta var einróma ákvörðun og vann allar lotur nema eina samkvæmt tveimur dómurum og fjórar af sex samkvæmt einum. Þetta fór allt eftir plani því við skipulögðum þetta svona en við ætlum reyndar að klára hana. Valgerði datt úr liði á þumlinum á hægri hendi í fyrstu lotu. Það hafði heilmikil áhrif af því að hún er með mjög sterka hægri hönd,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason. „Við erum samt í skýjunum. Við komum heim með stóran bikar og W á afrekaskrána sem er geggjað. Ég er virkilega ánægður með hana og þetta er einmitt eins og hún átti að gera þetta. Það getur skipt máli að vera ekki þumalinn í lagi í fimm lotur af sex,“ sagði Davíð Rúnar. Valgerður sýndi á sér þumalinn á Instagram síðu sinni eftir heimkomuna í gær og sagði frá því að hún er á leiðinni í myndatöku vegna meiðslanna á þumlinum. Hún hefur nú unnið fimm af sjö bardögum sínum sem atvinnumaður. Box Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Sjá meira
Allir dómararnir dæmdu Valgerði sigur á hinni maltnesku Claire Sammut eða 59-55, 59-55 og 58-56. View this post on Instagram A post shared by Mjo lnir (@mjolnirmma) Mjölnir segir frá bardaganum sem og að þetta hafi ekki gengið þrautalaust fyrir hana. Instagram/valgerdurgud Valgerður fór úr lið á þumalfingri í fyrstu lotu bardagans en hélt áfram. Seinna kom síðan í ljós að hún hafði brotið þumalinn og þarf að fara í aðgerð. Valgerður fékk að vita um alvarleika meiðslanna eftir að hún fór upp á sjúkrahús eftir komuna til Íslands. Hún þurfti að treysta meira á vinstri höndina heldur en upphaflega var planað. Það var hins ekkert verra að taka þennan bardaga með vinstri. „Mér líður ógeðslega vel nema að ég fór úr lið í fyrstu lotu þannig að ég gerði ekki alveg það sem ég vildi gera en við fengum sigurinn,“ sagði Valgerður Guðsteinsdóttir á Instagram. Þjálfari hennar Davíð Rúnar Bjarnason fór líka yfir bardagann hennar og það fór ekkert á milli mála að hann var mjög ánægður með sína konu. Vel bólgin á hendinni.Instagram/valgerdurgud „Það eru allir í skýjunum hér. Þetta var einróma ákvörðun og vann allar lotur nema eina samkvæmt tveimur dómurum og fjórar af sex samkvæmt einum. Þetta fór allt eftir plani því við skipulögðum þetta svona en við ætlum reyndar að klára hana. Valgerði datt úr liði á þumlinum á hægri hendi í fyrstu lotu. Það hafði heilmikil áhrif af því að hún er með mjög sterka hægri hönd,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason. „Við erum samt í skýjunum. Við komum heim með stóran bikar og W á afrekaskrána sem er geggjað. Ég er virkilega ánægður með hana og þetta er einmitt eins og hún átti að gera þetta. Það getur skipt máli að vera ekki þumalinn í lagi í fimm lotur af sex,“ sagði Davíð Rúnar. Valgerður sýndi á sér þumalinn á Instagram síðu sinni eftir heimkomuna í gær og sagði frá því að hún er á leiðinni í myndatöku vegna meiðslanna á þumlinum. Hún hefur nú unnið fimm af sjö bardögum sínum sem atvinnumaður.
Box Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Sjá meira