Eyþór reif meðal annars upp 137 kíló stein í einni greininni og setti með því heimsmet í að lyfta þyngstum náttúrulegum steini.
Þetta var fyrsta grein keppninnar og fór hún fram við Gullfoss.
Eyþór lyfti þessum rosalega stein upp fyrir höfuð og fékk lyftuna sína gilda.
Eyþór bætti þar sitt eigið met en þegar hann setti það síðast voru allt aðrar aðstæður en í snjónum og bleytunni í gær.
Eyþór náði meðal annars tíunda sæti í keppninni Sterkasti maður heims fyrr á þessu ári.
Magnús Ver Classic aflraunamótið fer fram 18. til 20. nóvember og eru tvær greinar á dag þrjá daga i röð.
Það má sjá þetta heimsmet kappans hér fyrir neðan.