Innlent

Dregur úr skjálftahrinunni

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Reglulega hefur jörð nötrað við Grindavík. 
Reglulega hefur jörð nötrað við Grindavík.  Vísir/Egill

Dregið hefur úr skjálftahrinu við Grindavík sem staðið hefur síðan í gær.

„Þetta er í rauninni bara lítil hrina sem er þarna norðaustur sem sagt af Grindavík og stærsti skjálftinn mældist þrír að stærð klukkan 20:11 í gærkvöldi og það hafa um tuttugu skjálftar mælst síðan þá en það hefur verið aðeins að róast í þessu,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Eins og sést á þessu korti af vef Veðurstofu Íslands hefur skjáfltahrinan verið við Grindavík.Veðurstofa Íslands

Lovísa segir skjálftana ekki tengjast frekari jarðhræringum á svæðinu en lítil virkni hefur verið í eldstöðvunum við Fagradalsfjall um nokkurt skeið. 

„Náttúrulega allt svæðið er á hreyfingu það eru flekaskil þarna og síðan er þetta landris þannig að þetta tengist allt saman en það er eðlilegt að fá svona skjálfta öðru hverju.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.