Leyfa fólki að fylla íþróttahúsin gegn bólusetningarvottorði Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2021 16:30 Stuðningsmenn sænska íshokkíliðsins Skellefteå AIK fá áfram að fjölmenna á leiki ef þeir eru bólusettir. Getty Svíar munu geta fyllt íþróttahús sín af áhorfendum þrátt fyrir hertar sóttvarnaaðgerðir sem boðaðar hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins. Á Íslandi mega í dag að hámarki 50 manns mæta á íþróttaleiki innanhúss, nema með notkun hraðprófa en þá geta 500 manns verið í sama rými. Þessar reglur, sem gilda frá 13. nóvember til 8. desember, hafa haft í för með sér að nánast engir áhorfendur eru á leikjum hér á landi. Staðan er önnur í Svíþjóð. Þarlend heilbrigðisyfirvöld tilkynntu á blaðamannafundi í dag að á leikjum þar sem fleiri en 100 manns kæmu saman yrði gerð krafa um bólusetningarvottorð. Engar fjöldatakmarkanir yrðu á leikjum vegna áhorfenda sem fengið hefðu að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni. Íþrótta- og menningarmálaráðherra Svía, Amanda Lind, segir að stjórnvöld hafi lengi haft kröfuna um bólusetningarvottorð sem „plan B“ ef herða þyrfti aðgerðir. „Núna er sú staða komin upp,“ sagði Lind. Sumir mæti ekki en aðrir nú óhræddari Krafan um bólusetningarvottorð tekur gildi frá og með 1. desember og nær til allra sem eru 16 ára og eldri. Hún gildir á innanhúsíþróttum en þar nýtur íshokkí mestra vinsælda í Svíþjóð. Notast verður við rafræn vottorð sem fólk getur framvísað þegar það mætir á leiki. Pea Israelsson, framkvæmdastjóri íshokkífélagsins Skellefteå AIK, segir menn sætta sig við nýju reglurnar í stað þess að þurfa að eiga við áhorfendabann. „Þau telja að við þurfum að berjast af meiri krafti gegn Covid-19. Við höfum áður sagt að við styðjum hugmyndir um bólusetningarvottorð,“ sagði Israelsson við Aftonbladet. Israelsson sagði ljóst að þetta hefði í för með sér að sumir myndu ekki mæta á leiki en að sama skapi gæti þetta orðið öðrum hvatning til að mæta: „Fólk verður öruggara svo að þetta er ekki bara galli. Það felst í þessu tækifæri líka,“ sagði hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski handboltinn Samkomubann á Íslandi Svíþjóð Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Á Íslandi mega í dag að hámarki 50 manns mæta á íþróttaleiki innanhúss, nema með notkun hraðprófa en þá geta 500 manns verið í sama rými. Þessar reglur, sem gilda frá 13. nóvember til 8. desember, hafa haft í för með sér að nánast engir áhorfendur eru á leikjum hér á landi. Staðan er önnur í Svíþjóð. Þarlend heilbrigðisyfirvöld tilkynntu á blaðamannafundi í dag að á leikjum þar sem fleiri en 100 manns kæmu saman yrði gerð krafa um bólusetningarvottorð. Engar fjöldatakmarkanir yrðu á leikjum vegna áhorfenda sem fengið hefðu að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni. Íþrótta- og menningarmálaráðherra Svía, Amanda Lind, segir að stjórnvöld hafi lengi haft kröfuna um bólusetningarvottorð sem „plan B“ ef herða þyrfti aðgerðir. „Núna er sú staða komin upp,“ sagði Lind. Sumir mæti ekki en aðrir nú óhræddari Krafan um bólusetningarvottorð tekur gildi frá og með 1. desember og nær til allra sem eru 16 ára og eldri. Hún gildir á innanhúsíþróttum en þar nýtur íshokkí mestra vinsælda í Svíþjóð. Notast verður við rafræn vottorð sem fólk getur framvísað þegar það mætir á leiki. Pea Israelsson, framkvæmdastjóri íshokkífélagsins Skellefteå AIK, segir menn sætta sig við nýju reglurnar í stað þess að þurfa að eiga við áhorfendabann. „Þau telja að við þurfum að berjast af meiri krafti gegn Covid-19. Við höfum áður sagt að við styðjum hugmyndir um bólusetningarvottorð,“ sagði Israelsson við Aftonbladet. Israelsson sagði ljóst að þetta hefði í för með sér að sumir myndu ekki mæta á leiki en að sama skapi gæti þetta orðið öðrum hvatning til að mæta: „Fólk verður öruggara svo að þetta er ekki bara galli. Það felst í þessu tækifæri líka,“ sagði hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski handboltinn Samkomubann á Íslandi Svíþjóð Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira