Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2021 15:00 Naomi Osaka er ein stærsta íþróttastjarna heims. getty/TPN Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo í byrjun mánaðarins sagði Peng að Zhang Gaoli, sem var varaforsætisráðherra Kína á árunum 2013-18, hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Þá var ekki einu sinni hægt að leita eftir orðinu tennis á Weibo sem kínverski kommúnistaflokkurinn vaktar. Ekki hefur sést til Peng frá því að hún skrifaði færsluna. Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur þó fengið það staðfest að Peng sé ekki í hættu. Enn hefur þó ekki náðst í hana. Nokkrar tennisstjörnur hafa lýst yfir áhyggjum sínum af Peng, nú síðast Osaka. „Nýlega var mér tjáð að tenniskona hefði horfið eftir að hún greindi frá því að hún hefði verið misnotuð kynferðislega,“ skrifaði Osaka á Twitter. „Ég vona að Peng Shuai og fjölskylda hennar séu örugg og í lagi. Ég er í áfalli yfir stöðunni og sendi henni ást og ljós.“ Klippa: Áhyggjufull Osaka Forseti WTA, Steve Simon, hrósaði Peng fyrir hugrekki sitt og hvatti kínversk yfirvöld til að rannsaka ásakanir hennar gegn Zhang. Hann hefur ekki tjáð sig um þær hingað til. Peng, sem er 35 ára, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna í tvíliðaleik. Um tíma var hún í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik. Tennis Kína Kynferðisofbeldi Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo í byrjun mánaðarins sagði Peng að Zhang Gaoli, sem var varaforsætisráðherra Kína á árunum 2013-18, hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Þá var ekki einu sinni hægt að leita eftir orðinu tennis á Weibo sem kínverski kommúnistaflokkurinn vaktar. Ekki hefur sést til Peng frá því að hún skrifaði færsluna. Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur þó fengið það staðfest að Peng sé ekki í hættu. Enn hefur þó ekki náðst í hana. Nokkrar tennisstjörnur hafa lýst yfir áhyggjum sínum af Peng, nú síðast Osaka. „Nýlega var mér tjáð að tenniskona hefði horfið eftir að hún greindi frá því að hún hefði verið misnotuð kynferðislega,“ skrifaði Osaka á Twitter. „Ég vona að Peng Shuai og fjölskylda hennar séu örugg og í lagi. Ég er í áfalli yfir stöðunni og sendi henni ást og ljós.“ Klippa: Áhyggjufull Osaka Forseti WTA, Steve Simon, hrósaði Peng fyrir hugrekki sitt og hvatti kínversk yfirvöld til að rannsaka ásakanir hennar gegn Zhang. Hann hefur ekki tjáð sig um þær hingað til. Peng, sem er 35 ára, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna í tvíliðaleik. Um tíma var hún í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik.
Tennis Kína Kynferðisofbeldi Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Sjá meira