Sport

Formúlan: Valtteri Bottas á ráspól | Hamilton númer tíu eftir refsingu

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Lewis Hamilton er í vandræðum
Lewis Hamilton er í vandræðum EPA-EFE/Antonio Lacerda

Valtteri Bottas hjá Mercedes er á ráspól í brasilíska kappakstrinum í Sao Paulo sem fer fram í kvöld. Annar í röðinni er Max Verstappen hjá Red Bull og þriðji verður Carlos Sainz hjá Ferrari.

Valtteri Bottas náði besta tímanum í tímatökunni og ræsir þess vegna fyrstur í kappakstrinum í kvöld. Skv fregnum þá veðjuðu Mercedes menn á millimjúk dekk í tímatökunni á meðan Max Verstappen og Red Bull veðjuðu á mjúk dekk.

Bottas er í þriðja sæti í keppni ökuþóra með 185 stig, talsvert á eftir þeim Verstappen sem er í fyrsta sæti og Hamilton sem er í öðru sæti. Bottas hefur verið að ná mjög góðum árangri í tímatökum þó ekki hafi það alltaf skilað sér í sigrum.

Lewis Hamilton, sigursælasti ökumaður sögunnar, ræsir tíundi en hann þurfti að taka þátt síðastur í tímatökunni í dag vegna þess að hann fékk refsingu. Hluti af bíl hans stóðst ekki reglur og til þess að bæta á dramatíkina þá voru það liðsmenn Red Bull sem bentu yfirvöldum í keppninni á frávikin. Hamilton gerði þó frábærlega og komst í fimmta sætið. En vegna refsingarinnar er hann færður aftur um fimm sæti og ræsir því tíundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×