Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 13:49 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Christopher Furlong Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. Hann sagði aðgerðarleysi ekki koma til greina og það myndi leiða til gífurlegrar reiði um heim allan. Johnson nefndi að hann hefði verið á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum og í París fyrir sex árum. Hann sagði að öll loforðin sem hefðu verið veitt hingað til myndu ekkert þýða án aðgerða nú því annars yrði reiðin óviðráðanleg. Hann sagði einnig að hægt væri að grípa til aðgerða. Tæknin til að aftengja dómsdagstækið væri til staðar. Það yrði þó aldrei gert allt í einu og tæki tíma. COP26 var sett í gær en ráðstefnan mun standa yfir næstu tvær vikur. Þar munu fulltrúar næstum tvö hundruð ríkja reyna að ná samkomulagi um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Sjá einnig: COP26 sett í Glasgow - „Okkar síðasta og besta von“ Vonast er til þess að á COP26 verði samþykktar leiðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. Það er að takmarka hnattræna hlýnun við tvær gráður og helst eina og hálfa. Lengi hefur verið deilt um það hvaða ríki eigi að taka mestan samdrátt á sig. Snauðari ríki, sem hafa sögulega séð átt hlutfallslega lítinn þátt í að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar en gætu fengið einna verst að kenna á afleiðingunum, vilja að ríku þjóðirnar sem bera ábyrgð á meirihluta þeirrar losunar sem hefur átt sér stað taki á sig mestu kvaðirnar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í ræðu sinni að fátækari ríki heimsins þurfi meiri aðstoð frá auðugum ríkjum. Bæði hvað varðar umhverfisvernd og viðbrögð við Covid-19. Hann sagði jörðina vera að tala við fólkið og það þyrfti að hlusta á hana. Það þyrfti að grípa til aðgerða til að bjarga framtíð mannsins. 'Chose ambition, solidarity, chose to safeguard our future and save humanity', says UN Secretary General António Guterres, at the opening ceremony of #COP26.Follow live: https://t.co/XtG4l9UAZu pic.twitter.com/7cvWtk8Gzp— Sky News (@SkyNews) November 1, 2021 COP26 Umhverfismál Tengdar fréttir Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. 1. nóvember 2021 07:29 G20 stefna að kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“ Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun. 31. október 2021 12:38 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Nýjar losunarskuldbindingar duga ekki til að ná markmiðum Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu. 26. október 2021 14:38 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Hann sagði aðgerðarleysi ekki koma til greina og það myndi leiða til gífurlegrar reiði um heim allan. Johnson nefndi að hann hefði verið á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum og í París fyrir sex árum. Hann sagði að öll loforðin sem hefðu verið veitt hingað til myndu ekkert þýða án aðgerða nú því annars yrði reiðin óviðráðanleg. Hann sagði einnig að hægt væri að grípa til aðgerða. Tæknin til að aftengja dómsdagstækið væri til staðar. Það yrði þó aldrei gert allt í einu og tæki tíma. COP26 var sett í gær en ráðstefnan mun standa yfir næstu tvær vikur. Þar munu fulltrúar næstum tvö hundruð ríkja reyna að ná samkomulagi um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Sjá einnig: COP26 sett í Glasgow - „Okkar síðasta og besta von“ Vonast er til þess að á COP26 verði samþykktar leiðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. Það er að takmarka hnattræna hlýnun við tvær gráður og helst eina og hálfa. Lengi hefur verið deilt um það hvaða ríki eigi að taka mestan samdrátt á sig. Snauðari ríki, sem hafa sögulega séð átt hlutfallslega lítinn þátt í að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar en gætu fengið einna verst að kenna á afleiðingunum, vilja að ríku þjóðirnar sem bera ábyrgð á meirihluta þeirrar losunar sem hefur átt sér stað taki á sig mestu kvaðirnar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í ræðu sinni að fátækari ríki heimsins þurfi meiri aðstoð frá auðugum ríkjum. Bæði hvað varðar umhverfisvernd og viðbrögð við Covid-19. Hann sagði jörðina vera að tala við fólkið og það þyrfti að hlusta á hana. Það þyrfti að grípa til aðgerða til að bjarga framtíð mannsins. 'Chose ambition, solidarity, chose to safeguard our future and save humanity', says UN Secretary General António Guterres, at the opening ceremony of #COP26.Follow live: https://t.co/XtG4l9UAZu pic.twitter.com/7cvWtk8Gzp— Sky News (@SkyNews) November 1, 2021
COP26 Umhverfismál Tengdar fréttir Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. 1. nóvember 2021 07:29 G20 stefna að kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“ Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun. 31. október 2021 12:38 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Nýjar losunarskuldbindingar duga ekki til að ná markmiðum Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu. 26. október 2021 14:38 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. 1. nóvember 2021 07:29
G20 stefna að kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“ Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun. 31. október 2021 12:38
Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00
Nýjar losunarskuldbindingar duga ekki til að ná markmiðum Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu. 26. október 2021 14:38