COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Þorgils Jónsson skrifar 31. október 2021 13:19 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í Glasgow í morgun. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Miðað verður við að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 1,5 gráður við lok þessarar aldar, frá því sem var fyrir iðnvæðingu. Samkomulag náðist um það viðmið með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Alok Sharma, breskur ráðherra sem stýrir ráðstefnunni, sagði við setninguna að þessi samkoma væri „okkar síðasta og besta von um að halda 1,5 gráðu takmarkinu innan seilingar“. Breski ráðherrann Alok Sharma stýrir loftslagsráðstefnunni.Mynd/AP Í frétt AP segir að vísindamenn telji möguleika á að ná settu marki fara sífellt minnkandi. Heimurinn hafi þegar hlýnað um 1,1 gráðu og miðað við núverandi skuldbindingar í útblæstri gróðurhúsalofttegunda muni hlýnunin nema 2,7 gráðum í lok aldar. Verði það niðurstaðan muni flestir jöklar jarðar hafa bráðnað með tilheyrandi hækkun sjávarmáls og öfgafyllri veðurbrigðum. Sharma sagði við setninguna í morgun að hægt væri að leggja upp í áratug þar sem aukinn metnaður og framtakssemi yrði í fyrirrúmi. „Við höfum tækifæri á grænum vexti, góðum grænum störfum og ódýrari hreinni orku.“ Hann bætti því við að jafnvel Kína, sem mengar mest allra ríkja, hefði nýlega sett meiri metnað í útblástursmarkmið. „En við vonuðumst auðvitað eftir meiru,“ bætti hann við í samtali við BBC. Skoska veðráttan tók ekki blíðlega á móti gestum loftslagsráðstefnunnar í morgun.Mynd/AP G20-ríkin, helstu iðnríki heims, sem standa samanlagt að um þremur fjórðu af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, náðu á leiðtogafundi í morgun samkomulagi um að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Auk þess komu þau sér saman um að binda endi á opinberar fjárfestingar í kolaraforkuverum í þróunarlöndum. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, varað nýlega við afleiðingum þess að ná ekki takmörkum Parísarsamkomulagsins. Hann var hins vegar bjartsýnn á að ríki heimsins væru á réttri leið. Þessi fyrsti dagur ráðstefnunnar fer aðallega í að ræða fundarsköp og þess háttar, en helstu þjóðarleiðtogar eru væntanleg til Glasgow á komandi dögum. Loftslagsmál Skotland Bretland COP26 Tengdar fréttir Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Miðað verður við að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 1,5 gráður við lok þessarar aldar, frá því sem var fyrir iðnvæðingu. Samkomulag náðist um það viðmið með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Alok Sharma, breskur ráðherra sem stýrir ráðstefnunni, sagði við setninguna að þessi samkoma væri „okkar síðasta og besta von um að halda 1,5 gráðu takmarkinu innan seilingar“. Breski ráðherrann Alok Sharma stýrir loftslagsráðstefnunni.Mynd/AP Í frétt AP segir að vísindamenn telji möguleika á að ná settu marki fara sífellt minnkandi. Heimurinn hafi þegar hlýnað um 1,1 gráðu og miðað við núverandi skuldbindingar í útblæstri gróðurhúsalofttegunda muni hlýnunin nema 2,7 gráðum í lok aldar. Verði það niðurstaðan muni flestir jöklar jarðar hafa bráðnað með tilheyrandi hækkun sjávarmáls og öfgafyllri veðurbrigðum. Sharma sagði við setninguna í morgun að hægt væri að leggja upp í áratug þar sem aukinn metnaður og framtakssemi yrði í fyrirrúmi. „Við höfum tækifæri á grænum vexti, góðum grænum störfum og ódýrari hreinni orku.“ Hann bætti því við að jafnvel Kína, sem mengar mest allra ríkja, hefði nýlega sett meiri metnað í útblástursmarkmið. „En við vonuðumst auðvitað eftir meiru,“ bætti hann við í samtali við BBC. Skoska veðráttan tók ekki blíðlega á móti gestum loftslagsráðstefnunnar í morgun.Mynd/AP G20-ríkin, helstu iðnríki heims, sem standa samanlagt að um þremur fjórðu af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, náðu á leiðtogafundi í morgun samkomulagi um að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Auk þess komu þau sér saman um að binda endi á opinberar fjárfestingar í kolaraforkuverum í þróunarlöndum. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, varað nýlega við afleiðingum þess að ná ekki takmörkum Parísarsamkomulagsins. Hann var hins vegar bjartsýnn á að ríki heimsins væru á réttri leið. Þessi fyrsti dagur ráðstefnunnar fer aðallega í að ræða fundarsköp og þess háttar, en helstu þjóðarleiðtogar eru væntanleg til Glasgow á komandi dögum.
Loftslagsmál Skotland Bretland COP26 Tengdar fréttir Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31
Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00
Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16