„Súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari“ Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2021 12:01 Matthildur Óskarsdóttir með gullverðlaunin sín í Litháen í dag. Mynd úr einkasafni „Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur Óskarsdóttir, nýkrýndur heimsmeistari í bekkpressu. Matthildur varð heimsmeistari í -84 kg flokki ungmenna á heimsmeistaramótinu í bekkpressu í Litháen í dag. Óhætt er að segja að keppnin hafi verið æsispennandi en hér að neðan má sjá 117,5 kg Íslandsmetslyftuna sem tryggði Matthildi sigurinn: Aðeins 150 grömm hefðu getað ráðið því að Matthildur yrði ekki heimsmeistari. Það er þyngdarmunurinn á henni og Finnanum Emmeth Torronen, fyrirmynd Matthildar sem hún átti í svo spennandi keppni við um gullið í Litháen í dag. Allt undir í lokatilrauninni Ef Matthildur og Torronen hefðu lyft sömu þyngd hefði Torronen unnið út á það að vera örlítið léttari. Matthildur náði hins vegar að lyfta 117,5 kg, og setja þar með Íslandsmet í opnum flokki kvenna, og tryggja sér titilinn með dramatískum hætti. Torronen lyfti mest 115 kg og náði ekki að koma 117,5 kg upp í lokatilraun sinni. „Það var allt undir. Ég vissi svo sem að ég hefði lyft þessari þyngd á æfingum en það er allt annar pakki að gera það í keppni. Ég þurfti bara að vera vel einbeitt en ekki of spennt, og vona það besta. Það var svolítið súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari. En gaman,“ segir Matthildur létt í bragði. Matthildur Óskarsdóttir efst á verðlaunapallinum. Hún segir það hafa verið góða tilfinningu að geta horft niður á fyrirmynd sína í 2. sæti.kraft.is Keppnin í dag tók á taugarnar hjá þessum 22 ára Seltirningi en Matthildi gekk allt í hag eftir að fyrri tilraun hennar við 112,5 kg misheppnaðist: „Það var rosalega stressandi þegar ég fékk fyrstu lyftuna ógilda. Ég lyfti alveg upp en fékk lyftuna ógilda því hún seig aðeins niður. Þetta er þyngd sem ég hef lyft oft og mörgum sinnum svo þetta átti alveg að ganga upp. Ég þurfti bara að skrúfa hausinn rétt á og vera vel einbeitt fyrir tilraun númer tvö. Þá flaug þessi sama þyngd upp,“ segir Matthildur. Vann fyrirmynd sína sem er hán Hún segist alltaf hafa litið upp til Torronen, sem þurfti að sætta sig við silfur, og bendir á athyglisverða staðreynd um keppinaut sinn: „Ég held að hán sé fyrsti keppandinn í kraftlyfingum í heiminum sem er hán. Ég hef verið að keppa við þessa manneskju frá fyrsta mótinu mínu og alltaf litið mjög upp til háns. Hán hefur verið mikil fyrirmynd fyrir mig svo það var gaman að geta staðið uppi á pallinum og horft niður til háns,“ segir Matthildur. Matthildur Óskarsdóttir sýnir gullverðlaunin eftir að hafa orðið heimsmeistari í bekkpressu.Mynd úr einkasafni Með krosslagða fingur „Hán lyfti 115 kg í annarri lyftu en ég varð að lyfta 112 til að halda mér inni í keppninni. Svo settum við báðar 117 í þriðju lyftu en þar sem hán var 150 grömmum léttari en ég var ljóst að ég þyrfti að ná lyftunni og hán að „feila“ til að ég myndi vinna. Þegar ég var búin að lyfta var ég því með fingurna krosslagða og vonaði að síðasta lyftan mistækist. Þegar ég sá að við værum skráðar í sama flokk þá vissi ég að hán hefði lyft 130 kg og var bara með hausinn stilltan á að ég gæti náð silfrinu. Svo spilaðist þetta á annan veg. Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur. „Var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt“ Til stóð að mótið í Litháen yrði kveðjumót Matthildar, þó að hún eigi eitt ár eftir í ungmennaflokknum, en þau áform hurfu um leið og hún fékk gullmedalíuna um hálsinn: „Það eru tvö ár síðan ég keppti síðast svo þetta hefur verið langt og strangt tímabil án þess að komast á mót. Ég var á því að þetta yrði síðasta mótið mitt, að ég nennti ekki meiru, en þetta var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt.“ Kraftlyftingar Tengdar fréttir Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
Matthildur varð heimsmeistari í -84 kg flokki ungmenna á heimsmeistaramótinu í bekkpressu í Litháen í dag. Óhætt er að segja að keppnin hafi verið æsispennandi en hér að neðan má sjá 117,5 kg Íslandsmetslyftuna sem tryggði Matthildi sigurinn: Aðeins 150 grömm hefðu getað ráðið því að Matthildur yrði ekki heimsmeistari. Það er þyngdarmunurinn á henni og Finnanum Emmeth Torronen, fyrirmynd Matthildar sem hún átti í svo spennandi keppni við um gullið í Litháen í dag. Allt undir í lokatilrauninni Ef Matthildur og Torronen hefðu lyft sömu þyngd hefði Torronen unnið út á það að vera örlítið léttari. Matthildur náði hins vegar að lyfta 117,5 kg, og setja þar með Íslandsmet í opnum flokki kvenna, og tryggja sér titilinn með dramatískum hætti. Torronen lyfti mest 115 kg og náði ekki að koma 117,5 kg upp í lokatilraun sinni. „Það var allt undir. Ég vissi svo sem að ég hefði lyft þessari þyngd á æfingum en það er allt annar pakki að gera það í keppni. Ég þurfti bara að vera vel einbeitt en ekki of spennt, og vona það besta. Það var svolítið súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari. En gaman,“ segir Matthildur létt í bragði. Matthildur Óskarsdóttir efst á verðlaunapallinum. Hún segir það hafa verið góða tilfinningu að geta horft niður á fyrirmynd sína í 2. sæti.kraft.is Keppnin í dag tók á taugarnar hjá þessum 22 ára Seltirningi en Matthildi gekk allt í hag eftir að fyrri tilraun hennar við 112,5 kg misheppnaðist: „Það var rosalega stressandi þegar ég fékk fyrstu lyftuna ógilda. Ég lyfti alveg upp en fékk lyftuna ógilda því hún seig aðeins niður. Þetta er þyngd sem ég hef lyft oft og mörgum sinnum svo þetta átti alveg að ganga upp. Ég þurfti bara að skrúfa hausinn rétt á og vera vel einbeitt fyrir tilraun númer tvö. Þá flaug þessi sama þyngd upp,“ segir Matthildur. Vann fyrirmynd sína sem er hán Hún segist alltaf hafa litið upp til Torronen, sem þurfti að sætta sig við silfur, og bendir á athyglisverða staðreynd um keppinaut sinn: „Ég held að hán sé fyrsti keppandinn í kraftlyfingum í heiminum sem er hán. Ég hef verið að keppa við þessa manneskju frá fyrsta mótinu mínu og alltaf litið mjög upp til háns. Hán hefur verið mikil fyrirmynd fyrir mig svo það var gaman að geta staðið uppi á pallinum og horft niður til háns,“ segir Matthildur. Matthildur Óskarsdóttir sýnir gullverðlaunin eftir að hafa orðið heimsmeistari í bekkpressu.Mynd úr einkasafni Með krosslagða fingur „Hán lyfti 115 kg í annarri lyftu en ég varð að lyfta 112 til að halda mér inni í keppninni. Svo settum við báðar 117 í þriðju lyftu en þar sem hán var 150 grömmum léttari en ég var ljóst að ég þyrfti að ná lyftunni og hán að „feila“ til að ég myndi vinna. Þegar ég var búin að lyfta var ég því með fingurna krosslagða og vonaði að síðasta lyftan mistækist. Þegar ég sá að við værum skráðar í sama flokk þá vissi ég að hán hefði lyft 130 kg og var bara með hausinn stilltan á að ég gæti náð silfrinu. Svo spilaðist þetta á annan veg. Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur. „Var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt“ Til stóð að mótið í Litháen yrði kveðjumót Matthildar, þó að hún eigi eitt ár eftir í ungmennaflokknum, en þau áform hurfu um leið og hún fékk gullmedalíuna um hálsinn: „Það eru tvö ár síðan ég keppti síðast svo þetta hefur verið langt og strangt tímabil án þess að komast á mót. Ég var á því að þetta yrði síðasta mótið mitt, að ég nennti ekki meiru, en þetta var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt.“
Kraftlyftingar Tengdar fréttir Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22