Fótbolti

Íslendingar geta sótt um miða á EM strax eftir drátt á fimmtudag

Sindri Sverrisson skrifar
Íslenska landsliðið fékk góðan stuðning á Evrópumótinu í Hollandi árið 2017.
Íslenska landsliðið fékk góðan stuðning á Evrópumótinu í Hollandi árið 2017. Getty/Catherine Ivill

Það ræðst á fimmtudaginn hvaða liðum Ísland verður með í riðli á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Englandi næsta sumar. Strax eftir dráttinn geta stuðningsmenn sótt um miða á leikina en miðaverðið er frá innan við þúsund krónum.

Sextán lið leika á Evrópumótinu næsta sumar en mótinu var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins.

Eftir dráttinn á fimmtudag verður ljóst hvaða þremur liðum Ísland mætir í riðlakeppninni í Englandi, á hvaða leikvöngum Ísland spilar og hverjir mögulegir andstæðingar liðsins gætu orðið í 8-liða úrslitum.

Dregið verður klukkan 16 að íslenskum tíma og klukkutíma síðar verður opnað fyrir miðasölu. Hægt verður að sækja um miða fram til 16. nóvember og eftir það skýrist hverjir fá miða.

Ætla má að eftirspurnin verði langmest eftir miðum hjá heimakonum í enska landsliðinu sem hefja munu keppni á Old Trafford í Manchester miðvikudagskvöldið 6. júlí.

Miðasala fer fram í gegnum vef UEFA og hægt er að lesa nánar um framkvæmd hennar með því að smella hér.

Nokkur þúsund Íslendinga fylgdu Íslandi á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 en það var þriðja stórmót íslenska liðsins sem leikur á sína fjórða Evrópumóti í röð næsta sumar.

Styrkleikaflokkar fyrir dráttinn á fimmtudag:

Flokkur 1:

 • England
 • Holland
 • Þýskaland
 • Frakkland

Flokkur 2:

 • Svíþjóð
 • Spánn
 • Noregur
 • Ítalía

Flokkur 3:

 • Danmörk
 • Belgía
 • Sviss
 • Austurríki

Flokkur 4:

 • Ísland
 • Rússland
 • Finnland
 • Norður-Írland
Kelly Smith hjálpar til við dráttinn í riðla á EM.GettyFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.