Fótbolti

Elías Már og félagar færast nær fallsvæðinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elías Már lék í Hollandi áður en hann færði sig um set til Frakklands.
Elías Már lék í Hollandi áður en hann færði sig um set til Frakklands. vísir/getty

Elías Már Ómarsson lék tæplega hálftíma fyrir Nimes gegn Guingamp í frönsku B-deildinni í fótbolta í kvöld. 

Elías Már hóf leik á varamannabekknum og horfði á liðsfélaga sína lenda undir strax á fimmtu mínútu leiksins. 1-0 varð 2-0 á 66.mínútu og í kjölfarið var Elíasi skipt inná.

Hann hafði verið inn á vellinum í rúma mínútu þegar Guingamp komst í 3-0.

Nimes náði að minnka muninn með marki úr vítaspyrnu á 80.mínútu en nær komust þeir ekki. Lokatölur 3-1.

Nimes í 16.sæti frönsku B-deildarinnar, tveimur stigum frá fallsvæðinu eftir þrettán leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.