Sport

Derrick Henry hljóp yfir heitasta liðið í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Derrick Henry á fullri ferð með boltann í sigri Tennessee Titans í nótt.
Derrick Henry á fullri ferð með boltann í sigri Tennessee Titans í nótt. AP/Mark Zaleski

Derrick Henry sýndi enn á ný kraft sinn og styrk í NFL-deildinni í nótt þegar lið hans Tennessee Titans stöðvaði sigurgöngu Buffalo Bills.

Tennessee Titans vann þá 34-31 heimasigur á Buffalo Bills og er nú efst í suðurriðli Ameríkudeildarinnar með fjóra sigra í sex fyrstu leikjunum.

Buffalo Bills var búið að vinna fjóra leiki í röð með mjög sannfærandi hætti en skorið í þeim var 156-41 Buffalo í vil.

Það leit reyndar út fyrir að Bills liðið væri að tryggja sér sigurinn í lokin en Titans vörn stöðvaði sókn Buffalo manna á þriggja jarda línunni. Leikstjórnandinn Josh Allen hefur oft skorað í slíkri aðstöðu en að þessu sinni komast hann ekki framhjá varnarlínu Titans.

Buffalo Bills liðið hefði getað sparkað vallarmark og farið í framlenginguna en tók áhættuna og reyndi að vinna leikinn. Það kom í bakið á þeim.

Derrick Henry gat því þakkað vörninni fyrir sigurinn en hann gerði svo sannarlega sitt með því að skora þrjú snertimörk og hlaupa alls 143 jarda með boltann. Þetta var fimmti leikur hans í röð þar sem hann hleypur með boltann yfir hundrað jarda.

„Við höldum áfram að hoppa upp á bakið hans Derricks og hann er tilbúinn og með getuna til að bera okkur,“ sagði Mike Vrabel, þjálfari Tennessee Titans, eftir leikinn.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.