Disney frestar frumsýningu á Indiana Jones, Thor og öðrum stórmyndum Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2021 08:12 Fókus, Dr Jones! Getty Ljóst er að aðdáendur kvikmynda úr smiðju Disney munu þurfa að bíða lengur eftir nokkrum þeim myndum fyrirtækisins sem væntanlegar eru á stóra tjaldið. Disney birti í gær uppfærða dagskrá sína, en búið er að fresta frumsýningu á fjölda stórmynda, þeirra á meðal fimmtu myndinni um Indiana Jones. Upphaflega átti að frumsýna nýjustu myndina um fornleifafræðinginn knáa þann 29. júlí á næsta ári en nú stendur til að frumsýna hana 30. júní 2023. Er ástæðan meðal annars sögð vera að Harrison Ford, sem fer með titilhlutverkið í myndinni, hafi slasast við tölur á myndinni sem hafi svo seinkað öllu framleiðsluferlinu. Frumsýningum á öðrum stórmyndum svo sem Doctor Strange in the Multiverse, Madness, Thor: Love and Thunder og Black Panther: Wakanda Forever hefur einnig verið frestað um einhverja mánuði og munu rata á tjaldið síðar á árinu 2022 en upphafilega var ætlað. Vegna alls þessa hefur frumsýningu myndarinnar The Marvels einnig verið frestað til snemma árs 2023 og Ant-Man and the Wasp: Quantumania frestað frá 17. febrúar 2023 til 28. júlí sama ár. Uppfærð frumsýningaráætlun Disneys: Doctor Strange in the Multiverse of Madness: Frumsýnd 6. maí 2022 í stað 25. mars. Thor: Love and Thunder: 8. júlí 2022 í stað 6. maí 2022. Black Panther: Wakanda Forever: 11. nóvember 2022 í stað 8. júlí 2022 Ónefnd mynd um Indiana Jones: 30. júní 2023 í stað 29. júlí 2022. The Marvels: 17. febrúar 2023 í stað 11. nóvember 2022 Ant-Man and the Wasp: Quantumania: 28. júlí 2023 í stað 17. febrúar 2023. Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Disney birti í gær uppfærða dagskrá sína, en búið er að fresta frumsýningu á fjölda stórmynda, þeirra á meðal fimmtu myndinni um Indiana Jones. Upphaflega átti að frumsýna nýjustu myndina um fornleifafræðinginn knáa þann 29. júlí á næsta ári en nú stendur til að frumsýna hana 30. júní 2023. Er ástæðan meðal annars sögð vera að Harrison Ford, sem fer með titilhlutverkið í myndinni, hafi slasast við tölur á myndinni sem hafi svo seinkað öllu framleiðsluferlinu. Frumsýningum á öðrum stórmyndum svo sem Doctor Strange in the Multiverse, Madness, Thor: Love and Thunder og Black Panther: Wakanda Forever hefur einnig verið frestað um einhverja mánuði og munu rata á tjaldið síðar á árinu 2022 en upphafilega var ætlað. Vegna alls þessa hefur frumsýningu myndarinnar The Marvels einnig verið frestað til snemma árs 2023 og Ant-Man and the Wasp: Quantumania frestað frá 17. febrúar 2023 til 28. júlí sama ár. Uppfærð frumsýningaráætlun Disneys: Doctor Strange in the Multiverse of Madness: Frumsýnd 6. maí 2022 í stað 25. mars. Thor: Love and Thunder: 8. júlí 2022 í stað 6. maí 2022. Black Panther: Wakanda Forever: 11. nóvember 2022 í stað 8. júlí 2022 Ónefnd mynd um Indiana Jones: 30. júní 2023 í stað 29. júlí 2022. The Marvels: 17. febrúar 2023 í stað 11. nóvember 2022 Ant-Man and the Wasp: Quantumania: 28. júlí 2023 í stað 17. febrúar 2023.
Uppfærð frumsýningaráætlun Disneys: Doctor Strange in the Multiverse of Madness: Frumsýnd 6. maí 2022 í stað 25. mars. Thor: Love and Thunder: 8. júlí 2022 í stað 6. maí 2022. Black Panther: Wakanda Forever: 11. nóvember 2022 í stað 8. júlí 2022 Ónefnd mynd um Indiana Jones: 30. júní 2023 í stað 29. júlí 2022. The Marvels: 17. febrúar 2023 í stað 11. nóvember 2022 Ant-Man and the Wasp: Quantumania: 28. júlí 2023 í stað 17. febrúar 2023.
Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira