Fótbolti

Mark dæmt af Jón Degi í sigri AGF

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur skoraði mark sem var dæmt af í kvöld. Það kom ekki að sök.
Jón Dagur skoraði mark sem var dæmt af í kvöld. Það kom ekki að sök. AGF

AGF vann Álaborg 1-0 í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Ekki kom að sök að mark var tekið af Jóni Degi Þorsteinssyni í síðari hálfleik.

Jón Dagur var í byrjunarliði AGF er liðið tók á móti Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Mikael Neville Anderson var ekki með AGF vegna meiðsla í kvöld.

Jón Dagur hóf leikinn af miklum krafti og nældi sér í gult spjald eftir aðeins fjórar mínútur. Það urðu miklar tafir á fyrri hálfleik og því þurfti að bæta verulega við er 45 mínútur voru liðnar. Það nýttu heimamenn sér til hins ítrasta.

Sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik þegar Frederik Brandhof kom AGF yfir, staðan því 1-0 í hálfleik. Dagur bætti við marki fyrir AGF í síðari hálfleik en markið var dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins.

Það kom ekki að sök en leiknum lauk með 1-0 sigri AGF. AGF heldur áfram að klifra upp töfluna og hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið er með 15 stig í 7. sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.