Sport

Erlingur: Björgvin Páll fór illa með okkar reynsluminni leikmenn

Andri Már Eggertsson skrifar
Erlingur Richardsson var svekktur með tap dagsins 
Erlingur Richardsson var svekktur með tap dagsins  vísir/Vilhelm

ÍBV tapaði gegn Val í 4. umferð Olís-deildarinnar 27-21. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV,  var afar svekktur með fyrri hálfleik Eyjamanna. 

„Valur spilaði vel í dag og Björgvin Páll var frábær í marki Vals. Við notuðum mikið okkar reynsluminni leikmenn sem áttu í vandræðum með að koma boltanum framhjá Björgvini Páli sem varði vel,“ sagði Erlingur Richardsson beint eftir leik. 

Erlingur horfði jákvæðum augum á seinni hálfleik liðsins og hrósaði sínu liði fyrri að tapa ekki með meira en sex mörkum. 

„Ég var ánægður með strákana að koma aðeins til baka í seinni hálfleik. Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá var ágætt að tapa aðeins með sex mörkum.“

Eftir að ÍBV skoraði fjórða markið sitt í leiknum liðu tæplega 15 mínútur þar til ÍBV skoraði næsta mark.

„Þetta kemur fyrir. Þegar ég hugsa til baka hef ég einu sinni lent í því að vera partur af liði sem skorar 4 mörk í fyrri hálfleik.“

ÍBV kom af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn en áhlaup ÍBV stóð stutt yfir og var aldrei spurning hvaða lið myndi vinna leikinn.

„Það fer mikil orka í að vinna upp forskot á móti sterku liði. Við ræddum um það í hálfleik að vera ákafari í sókn sem við gerðum,“ sagði Erlingur jákvæður að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×