Sport

Sænska úrvalsdeildin: Sveindís Jane á skotskónum í sigri

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir (@sveindisss) • Instagram photos and videos — Mozilla Firefox 26.4.2021 073841

Tveir leikir voru á dagskrá í Allsvenskunni, úrvalsdeildinni í Svíþjóð og voru nokkrar íslenskar knattspyrnukonur á meðal þáttakenda.

Í fyrri leik dagsins mættust Vittsjö og Hammarby. Þar voru það heimakonur í Vittsjö sem voru sterkari. Þær komust yfir á 28. mínútu og var þar á ferðinni Clare Polkinhorne. Einungis fjórum mínútum seinna var forystan orðin 2-0. Tove Almqvist með markið og þannig gengu liðin til búningsherbergja.

Vittsjö komst svo í 3-0 á 57. mínútu með marki frá Mie Jans áður en June Pedersen lagaði stöðuna fyrir Hammarby. 3-1 niðurstaðan. Berglind Björg Þorvaldsdóttir spilaði rúmar 60 mínútur fyrir Hammarby. Með sigrinum komst Vittsjö upp í fimmta sætið með 29 stig og komust upp fyrir Hammarby sem situr í sjötta sætinu með 28 stig.

Djurgarden og Kristianstad mættust svo síðar um daginn. Þar voru íslenskar landsliðskonur á sínum stað en bæði Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir byrjuðu leikinn. Þjálfari Kristianstad er Elísabet Gunnarsdóttir.

Það er skemmst frá því að segja að Kristianstad átti í engum erfiðleikum með lið Djurgarden og var komið í 0-2 í hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði annað mark Kristianstad eftir að Anna Welin hafði komið liðinu yfir. Evelina Summanen kom svo Kristianstad í 0-3 með marki frá miðju áður en Sara Olai minnkaði muninn fyrir Djurgarden. Það var svo Jutta Rantala sem skoraði fjórða og síðasta markið. Lokatölur 1-4 og Kristianstad er komið í þriðja sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.