Sannar dætur kaldrar vetrarnætur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 15. október 2021 15:31 Kælan Mikla var stofnuð fyrir ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013 og bar sigur úr býtum. Meðlimirnir voru þá undir tvítugu en í dag, átta árum síðar, er fjórða breiðskífa sveitarinnar komin út. kælan mikla Kælan Mikla gefur í dag út sína fjórðu breiðskífu, Undir köldum norðurljósum. Sveitin, sem nefnd er eftir holdgervingi vetrarins í Múmínálfunum, hefur átt góðu gengi að fagna erlendis með sínum myrku og köldu rafpönktónum. Platan nýja er poppaðri og þjóðlagaskotnari en fyrri verk en heldur þó áfram á sömu vegferð og síðasta plata, Nótt eftir nótt, lagði upp í. Sveitin hóf einmitt við gerð þeirrar plötu samstarf sitt við Barða Jóhannsson Bang Gang-bósa, sem pródúseraði plöturnar tvær. Undir Köldum Norðurljósum by Kælan Mikla Að sögn sveitarinnar segir platan frá sögum og ævintýrum. „Á plötunni er ábreiða af laginu Óskasteinar og lag um örlaganornirnar, Urði, Verðandi og Skuld. Einnig eru sögur skapaðar beint úr hugarheimi ísdrottningarinnar, Kælunnar Miklu. Allt eiga sögurnar það sameiginlegt að gerast undir köldum norðurljósum.“ Fjórar smáskífur hafa þegar litið dagsins ljós, hver með sínu tónlistarmyndbandi. Arna Beth gerði eitt þeirra, fyrir lagið Ósýnileg. Sveitin samanstendur af söngvaranum Laufeyju Soffíu, bassaleikaranum Margréti Rósu Dóru- Harrysdóttur og hljóðgervlaleikaranum Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Í einu laganna fá þær liðsstyrk frönsku síðþungarokksveitarinnar Alcest, sem þær fóru á tónleikaferðalag með skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Máni Sigfússon, sem hefur m.a. unnið visjúala fyrir Shawn Mendes og Rolling Stones, gerði myndband við lagið. Sveitin vakti á sínum athygli Robert Smith, forsprakka The Cure, sem sendi þeim handskrifað bréf með boði um að spila á Meltdown tónlistarhátíðinni í Lundúnum árið 2018, en hann var listrænn stjórnandi það árið. Hún hefur sömuleiðis vakið athygli sænska leikstjórans Lukas Moodysson, en lag þeirra Sýnir er opnunarlag HBO þáttaraðar hans, Gösta. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Platan nýja er poppaðri og þjóðlagaskotnari en fyrri verk en heldur þó áfram á sömu vegferð og síðasta plata, Nótt eftir nótt, lagði upp í. Sveitin hóf einmitt við gerð þeirrar plötu samstarf sitt við Barða Jóhannsson Bang Gang-bósa, sem pródúseraði plöturnar tvær. Undir Köldum Norðurljósum by Kælan Mikla Að sögn sveitarinnar segir platan frá sögum og ævintýrum. „Á plötunni er ábreiða af laginu Óskasteinar og lag um örlaganornirnar, Urði, Verðandi og Skuld. Einnig eru sögur skapaðar beint úr hugarheimi ísdrottningarinnar, Kælunnar Miklu. Allt eiga sögurnar það sameiginlegt að gerast undir köldum norðurljósum.“ Fjórar smáskífur hafa þegar litið dagsins ljós, hver með sínu tónlistarmyndbandi. Arna Beth gerði eitt þeirra, fyrir lagið Ósýnileg. Sveitin samanstendur af söngvaranum Laufeyju Soffíu, bassaleikaranum Margréti Rósu Dóru- Harrysdóttur og hljóðgervlaleikaranum Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Í einu laganna fá þær liðsstyrk frönsku síðþungarokksveitarinnar Alcest, sem þær fóru á tónleikaferðalag með skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Máni Sigfússon, sem hefur m.a. unnið visjúala fyrir Shawn Mendes og Rolling Stones, gerði myndband við lagið. Sveitin vakti á sínum athygli Robert Smith, forsprakka The Cure, sem sendi þeim handskrifað bréf með boði um að spila á Meltdown tónlistarhátíðinni í Lundúnum árið 2018, en hann var listrænn stjórnandi það árið. Hún hefur sömuleiðis vakið athygli sænska leikstjórans Lukas Moodysson, en lag þeirra Sýnir er opnunarlag HBO þáttaraðar hans, Gösta.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira