Sport

Sögulegur leikur í Laugardalslaug

Sindri Sverrisson skrifar
Liðin tvö sem mættust í Laugardalslaug í gær, í fyrsta formlega leik kvenna í sundknattleik hér á landi.
Liðin tvö sem mættust í Laugardalslaug í gær, í fyrsta formlega leik kvenna í sundknattleik hér á landi. mynd/Glenn Moyle

Tímamót urðu í Laugardalslaug í gær þegar í fyrsta sinn fór fram leikur tveggja kvennaliða í sundknattleik hér á landi.

Leikurinn var á milli Ármanns og Sundfélags Hafnarfjarðar og honum lauk með 13-3 sigri Ármenninga.

Ellen Elísabet Bergsdóttir varð markahæst í þessum tímamótaleik með fimm mörk. Sigurósk Sigurgeirsdóttir skoraði þrennu, Valgerður Jónsdóttir og Amalia Winberg tvö mörk hvor og Salka Kolbeinsdóttir eitt.

Hjá SH var Harpa Ingþórsdóttir með tvö mörk og María Jónsdóttir eitt.

Lið Ármanns sem vann fyrsta leikinn í sundknattleik kvenna hér á landi.mynd/Glenn Moyle

Þó að fyrsta þátttaka Íslands í liðsíþrótt á Ólympíuleikum hafi verið þegar karlalandslið Íslands keppti í sundknattleik á Ólympíuleikunum í Berlín 1936, þá er ekki hægt að segja að mikil sundknattleiksmenning hafi verið á Íslandi í gegnum árin.

Glenn Moyle, þjálfari Ármanns, segir að það sé þess vegna afar ánægjulegt að fyrsti kvennaleikurinn hafi farið fram í gær enda þó að stutt sé síðan að kvennalið hófu að æfa íþróttina hér á landi. 

Mikil spenna hafi verið í loftinu og liðin notið augnabliksins. Þau munu mætast að nýju í Ásvallalaug í Hafnarfirði 3. nóvember og ljúka einvígi sínu með þriðja leiknum í lok nóvember.

Moyle segir að hjá Ármanni stundi um 40-50 manns sundknattleik og að félagið sé með tvö karlalið og eitt kvennalið. SH er einnig með tvö karlalið og eitt kvennalið, og KR með eitt karlalið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.