Bíó og sjónvarp

Kampakát Kim kom á óvart í SNL

Samúel Karl Ólason skrifar
Tónlistarkonan Halsey, Kim Kardashian West og Cecily Strong.
Tónlistarkonan Halsey, Kim Kardashian West og Cecily Strong. AP/Rosalind O'Connor

Kim Kardashian West þykir hafa staðið sig merkilega vel í Saturday Night Live um helgina. Hún var fengin til að stýra þættinum og gerði hún meðal annars stólpagrín að sjálfri sér og fjölskyldu sinni.

Kim Kardashian hefur ekki mikla reynslu af gríni en TMZ sagði hana fengið valið lið grínista til að undirbúa sig fyrir þáttinn. Þar á meðal þau Dave Chappelle, Michelle Wolf, Ellen DeGeneres, Amy Schumer og James Corden.

Aðrir úr Kardashian-fjölskyldunni voru í þættinum.

Það virðist hafa skilað tilætluðum árangri, miðað við skriftir í fjölmiðlum vestanhafs. Vanity Fair segir til að mynda í fyrirsögn: Kim Kardashian West er ekki fyndin en hún kom skemmtilega á óvart í SNL.

Snemma í þættinum hélt Kardashian West stutt uppistand þar sem hún stóð að mestu ein á sviðið og reytti af sér brandara. Hún byrjaði á því að lýsa yfir furðu sinni á því að hún hefði verið fengin til að stýra þættinum. 

Hún hefði ekkert til að kynna og hefði ekki verið með frumsýningu í mjög langan tíma. Síðast þegar kvikmynd hennar hafi verið frumsýnd hafi hún ekki einu sinni vitað af því, og vísaði hún þar til kynlífsmyndbands hennar og rapparans Ray J.

Hér að neðan má svo sjá nokkur atriði úr þætti helgarinnar og önnur myndbönd.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.