Innlent

Stærsti skjálfti þessarar hrinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Loftmyndir frá Reykjavík
Loftmyndir frá Reykjavík Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Snarpur skjálfti fannst á suðvestanverðu landinu klukkan 15:32 í dag. Meðal annars fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu og varð hans einnig vart í Borgarnesi.

Skjálftinn mældist 4,2 að stærð. Það er uppfærð stærð en samkvæmt fyrsta stærðarmati Veðurstofunnar var skjálftinn fjórir að stærð og seinna meira var stærð hans sögð 3,9.  4,2 er lokaniðurstaðan og skjálftinn er sá stærsti í hrinu síðustu daga.

Upptök skjálftans mældust 1,1 kílómetra suðvestur af Keili. Þó nokkrir smærri eftirskjálftar hafa mælst en þeir hafa verið mun minni. Flestir skjálftanir hafa mælst á fimm til sex kílómetra dýpi.

Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag, en um miðjan dag höfðu rúmlega átta hundruð skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti.

Fréttamaður Vísis í Reykjanesbæ ber að skjálftinn hafi fundist vel í efri byggðum í Keflavík. Ekki langur en snarpur og mjög greinilegur. Lágar drunur komu augnabliki fyrir skjálftann.


Tengdar fréttir

Gosið legið niðri í tvær vikur

Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir.

Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði

Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi.

Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu

Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×