Bíó og sjónvarp

Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Jóhannsson, Noomir Rapace og Björn Hlynur Haraldsson á rauða dreglinum í Cannes áður en Dýrið var frumsýnt.
Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Jóhannsson, Noomir Rapace og Björn Hlynur Haraldsson á rauða dreglinum í Cannes áður en Dýrið var frumsýnt. Getty/Daniele Venturelli

Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda. 

Fantastic Fest er stærsta „genre“ kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum og sérhæfir sig í hrylling, fantasíum, vísindaskáldskap og almennt geggjuðum myndum frá öllum heimshornum.

Hátíðin fagnar krefjandi kvikmyndum sem hreyfa við fólki, fagnar nýjum röddum og nýjum sögum víðsvegar að úr heiminum og styður við nýtt kvikmyndagerðarfólk. Myndin er komin í sýningu hér á landi. 

Hér fyrir neðan má sjá gagnrýni sem birst hefur eftir að myndin var sýnd á hátíðinni. Gagnrýnandi Rotten Tomatos getur til dæmis ekki beðið eftir að horfa á hana aftur. 

THE CINEMEN / Brian Taylor

„Dýrið er bara WOW! Best að vita ekkert og leyfa henni að trylla þig.“

CULTURALY RELEVANT PODCAST / David Chen

„Dýrið er íhugul og fallega tekin kvikmynd sem lét mig efast um raunveruleika minn. Hún gengur fína línu alvarleika og kaldhæðni...en hún er ofboðslega einstök og ógleymanleg.“

DARK UNIVERSE / Jacob Harper

„Dýrið er hjartnæm og einstaklega heillandi og óhugnanleg mynd. A24 tekst það aftur.“

FREELANCE / COLLIDER / FULL CIRCLE CINEMA / Ernesto Valenzuela

„Dýrið er listaverk. Ótrúlega hjartnæm en á sama tíma hrollvekjandi þökk sé magnaðri klippingu og leikstjórn. Það fór hrollur um mig allan við endirinn...einstaklega dáleiðandi upplifun.“

THE KINGCAST / Scott Wampler

„Dýrið er eins og A24 hafi ætlað að gera mestu A24 mynd allra tíma en á sama tíma tókst þeim að gera ótrúlega góða mynd.“

ROTTEN TOMATOES / Joel Meares

„Ég var svo heppinn að sjá Dýrið - já, myndin með trailernum sem fríkaði alla út - og þetta er akkúrat mynd fyrir mig. Undarleg, svartur húmór, óþægilega hrollvekjandi...og Noomi er allt. Get ekki beðið eftir að sjá hana aftur.“

Hér fyrir neðan má sjá stikluna fyrir Dýrið.

Klippa: Dýrið - sýnishorn


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×