Sport

Norski boltinn: Samúel Kári skoraði í jafntefli

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Samúel Kári Friðjónsson á landsliðsæfingu
Samúel Kári Friðjónsson á landsliðsæfingu Vísir / Vilhelm

Heil umferð fór fram í efstu deildinni í Noregi, Eliteserien, í dag og voru fjölmargir íslenskir leikmenn í hópum sinna liða.

Samúel Kári Friðjónsson skoraði þegar Viking gerði 2-2 jafntefli við Molde á útvelli. Samúel Kári spilaði næstum allan leikinn og fór útaf á 89. mínútu. Patriok Gunnarsson stóð allan leikinn í marki Viking.

Hólmar Örn Eyjólfsson var eins og venjulega í hjarta varnarinnar hjá Rosenborg, en liðið tók á móti Mjondalen í dag. Leiknum lauk með sigri Rosenborg, 3-1.

Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord sem tapaði illa 0-3 á heimavelli gegn Stabæk.

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í hægri bakverðinum fyrir Bodo/Glimt sem vann 1-9 sigur á Valerenga. Viðar Örn Kjartanson spilaði rúmar 80 mínútur í framlínunni hjá Valerenga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×