Innlent

Leik­skóli og grunn­skóli á Reyðar­firði lokaðir næstu þrjá daga vegna Co­vid-smita

Þorgils Jónsson skrifar
Grunnskólinn á Reyðarfirði verður lokaður næstu þrjá daga vegna Covid-smita í bænum. Leikskólinn Lyngholt verður einnig lokaður, en beðið er niðurstaðna úr sýnatöku hjá 40 einstaklingum í bænum. 16 staðfest smit voru í bænum í gær.
Grunnskólinn á Reyðarfirði verður lokaður næstu þrjá daga vegna Covid-smita í bænum. Leikskólinn Lyngholt verður einnig lokaður, en beðið er niðurstaðna úr sýnatöku hjá 40 einstaklingum í bænum. 16 staðfest smit voru í bænum í gær. Fjarðabyggð

Leikskólinn Lyngholt á Reyðarfirði og Grunnskóli Reyðarfjarðar verða lokaðir á morgun, mánudag, sem og þriðjudag og miðvikudag vegna Covid-19 smita sem komu upp í bænum.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi sem birtist á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi segir að 40 sýni hafi verið tekin á Reyðarfirði í gær. Niðurstaða úr greiningu þeirra liggi ekki ennþá fyrir en þau smit sem þegar hafa verið staðfest dreifist víða um leik- og grunnskóla á Reyðarfirði.

„Erfiðlega hefur gengið að rekja þau enda snerting þeirra víða. Í samráði við rakningarteymi hefur því verið ákveðið að bæði Leikskólinn Lyngholt og Grunnskóli Reyðarfjarðar verði lokaðir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Í kjölfar síðari skimunar sem fram fer hjá mörgum á þriðjudag verður staðan endurmetin þegar niðurstaða liggur fyrir, sem ætti að vera á miðvikudagsmorgun.“

Boðið verður upp á sýnatöku á Reyðarfirði í dag á milli kl. 12 og 13. Þau sem hafa einhver einkenni eða telja sig hafa verið í samskiptum við smitaða aðila eru hvött til að mæta.

Í niðurlagi segir:

„Við erum að sigla gegnum svolítið öldurót þessa stundin en sjáum til lands. Það mun þó reyna á okkur næstu daga – gætum því öll fyllstu varúðar og höldum áfram að feta okkur saman að lokatakmarkinu.“

Tengdar fréttir

Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald

Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.