Fótbolti

Leicester kastaði frá sér sigrinum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Leicester voru eðlilega niðurlútir eftir leik.
Leikmenn Leicester voru eðlilega niðurlútir eftir leik. James Williamson - AMA/Getty Images

Öllum leikjum dagsins í Evrópudeildinni er nú lokið. Leicester gerði 2-2 jefntefli gegn Napoli á heimavelli og Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers töpuðu 2-0 gegn franska liðinu Lyon svo eitthvað sé nefnt.

Ayoze Perez kom Leicester yfir strax á níundu mínútu eftir stoðsendingu frá Harvey Barnes og staðan var því 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks.

Harvey Barnes var svo sjálfur á ferðinni á 64. mínútu þegar hann tvöfaldaði forystu heimamanna.

Fimm mínútum síðar minnkaði Victor Osimhen muninn fyrir gestina frá Ítalíu og hann skoraði svo sitt annað mark þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Napoli 2-2 jafntefli.

Wilfred Ndidi bætti síðan gráu ofan á svart þegar hann nældi sér í sitt annað gula spjald, og þar með rautt á þriðju mínútu uppbótartíma.

Karl Toko Ekambi kom Lyon yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik á útivelli gegn Rangers, áður en James Tavernier varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net á 55. mínútu og tryggði þar með Lyon 2-0 sigur.

A-riðill

Brøndby 0-0 Sparta Prague

Rangers 0-2 Lyon

B-riðill

Monaco 1-0 Sturm Graz

PSV Eindhoven 2-2 Real Sociedad

C-riðill

Leicester 2-2 Napoli

D-riðill

Frankfurt 1-1 Fenerbahce

Olympiacos 2-1 Royal Antwerp


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.