Segir stranga foreldra hafa hjálpað sér á stærsta sviðinu Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 14:01 Emma Raducanu smellir kossi á verðlaunagripinn eftir að hafa unnið US Open. Getty/Al Bello Hin 18 ára gamla Emma Raducanu hefur heldur betur slegið í gegn með því að vinna Opna bandaríska mótið í tennis, öllum að óvörum. Hún segir kröfuharða foreldra sína eiga sinn þátt í titlinum. Raducanu þurfti að fara í gegnum undankeppni til að fá að keppa á mótinu enda var hún aðeins í 150. sæti heimslistans fyrir tveimur vikum. Hún er sú fyrsta í sögunni til að vinna risamót eftir að hafa farið í gegnum undankeppni fyrst. Raducanu tapaði ekki einu einasta setti á mótinu og vann hina 19 ára gömlu Leyluh Fernandez í úrslitaleiknum um helgina, 6-4 og 6-3. Í grein BBC um Raducanu segir að þrátt fyrir svo skjótan og stórkostlegan árangur, með tilheyrandi athygli og stórum auglýsingaskiltum á götum New York, hafi hún verið yfirveguð og notið sín vel, til að mynda í vinsælustu morgunsjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Emma Raducanu (@emmaraducanu) Í þættinum Good Morning America á ABC var hún spurð út í það hvernig hún hefði getað sýnt þá miklu seiglu sem skilaði titlinum um helgina, og minntist þá á foreldra sína: „Frá því að ég var lítil hefur það verið hluti af uppeldinu að ég öðlist andlegan styrk. Foreldrar mínir eiga risastóran þátt í því. Þau voru nokkuð ströng við mig þegar ég var lítil og það mótaði leiðina fyrir mig. Ég held að þetta hjálpi mér núna þegar ég þarf á því að halda, á stærsta sviði heimsins,“ sagði Raducanu. Móðir hennar er hin kínverska Renee og faðir hennar er Rúmeninn Ian. Hún sagði þau vera sína hörðustu gagnrýnendur og að „mjög erfitt“ væri að gleðja þau. „En ég náði því með þessum,“ grínaðist Raducanu og vísaði í meistaratitilinn. „Það var mjög gott að tala við þau eftir að ég vann. Þau voru bara svo glöð og stolt af mér,“ bætti hún við. Tennis Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira
Raducanu þurfti að fara í gegnum undankeppni til að fá að keppa á mótinu enda var hún aðeins í 150. sæti heimslistans fyrir tveimur vikum. Hún er sú fyrsta í sögunni til að vinna risamót eftir að hafa farið í gegnum undankeppni fyrst. Raducanu tapaði ekki einu einasta setti á mótinu og vann hina 19 ára gömlu Leyluh Fernandez í úrslitaleiknum um helgina, 6-4 og 6-3. Í grein BBC um Raducanu segir að þrátt fyrir svo skjótan og stórkostlegan árangur, með tilheyrandi athygli og stórum auglýsingaskiltum á götum New York, hafi hún verið yfirveguð og notið sín vel, til að mynda í vinsælustu morgunsjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Emma Raducanu (@emmaraducanu) Í þættinum Good Morning America á ABC var hún spurð út í það hvernig hún hefði getað sýnt þá miklu seiglu sem skilaði titlinum um helgina, og minntist þá á foreldra sína: „Frá því að ég var lítil hefur það verið hluti af uppeldinu að ég öðlist andlegan styrk. Foreldrar mínir eiga risastóran þátt í því. Þau voru nokkuð ströng við mig þegar ég var lítil og það mótaði leiðina fyrir mig. Ég held að þetta hjálpi mér núna þegar ég þarf á því að halda, á stærsta sviði heimsins,“ sagði Raducanu. Móðir hennar er hin kínverska Renee og faðir hennar er Rúmeninn Ian. Hún sagði þau vera sína hörðustu gagnrýnendur og að „mjög erfitt“ væri að gleðja þau. „En ég náði því með þessum,“ grínaðist Raducanu og vísaði í meistaratitilinn. „Það var mjög gott að tala við þau eftir að ég vann. Þau voru bara svo glöð og stolt af mér,“ bætti hún við.
Tennis Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira