Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri les fréttirnar í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri les fréttirnar í kvöld.

Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins - þar sem hann hafnar því að hafa beitt þær ofbeldi.

Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við verðum í beinni útsendingu við Laugardalsvöll þar sem landsleikur Íslands og Rúmeníu fer fram í kvöld. Efnt var til samstöðufundar við völlinn nú síðdegis vegna ofbeldismála sem hafa skekið knattspyrnuhreyfinguna.

Hlaupið í Skaftá virðist hafa náð hámarki en veldur bændum í Skaftártungu litlum áhyggjum. Við sýnum frá svæðinu og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig skoðum við breytingar sem til stendur að gera á göngugötum í miðborginni og kynnum okkur nýja ABBA-smelli sem hljómsveitin gaf út í dag eftir fjörutíu ára hlé.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.