Tónlist

Palli og Magnús Jóhann tóku rólega útgáfu af Er þetta ást?

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Páll Óskar og Magnús Jóhann tóku nokkur lög saman í afmælisútsendingu Bylgjunnar.
Páll Óskar og Magnús Jóhann tóku nokkur lög saman í afmælisútsendingu Bylgjunnar. Bylgjan

Söngvarinn Páll Óskar var einn þeirra fjölmörgu gesta sem söng í afmælisútsendingu Bylgjunnar um helgina. Bylgjan fagnaði 35 ára afmæli en Páll Óskar fagnar sjálfur þrjátíu ára starfsafmæli þessa dagana. 

„Lætin hjá mér byrjuðu árið 1991 með Rocky Horror og dragshowunum og því öllu,“ sagði Palli í viðtali á Bylgjunni.

„Þá um jólin gaf hann Pétur Kristjánsson út svona huggulega húsmæðraplötu sem hét Minningar eða eitthvað svoleiðis. Þar var hann að láta mig syngja Til eru fræ og Yndislegt líf og svona lög. Diddú var þarna líka og það var plata sem ég vissi ekki einu sinni að ég hefði tekið upp. Ég söng demó í stúdíóinu hjá Pétri Hjaltested og það næsta sem ég vissi er að ég heyri Yndislegt líf lagið spilað á Bylgjunni.“

Palli var þá 21 árs.

„Ég fríkaði út þegar ég heyrði þetta því mér fannst þetta vera léleg demó upptaka og hnakkreifst við Pétur Kristjánsson í kjölfarið og snarhélt síðan kjafti þegar hann kom í heimsókn til mín með fyrstu gullplötuna.“

Hér fyrir neðan má heyra fallega útgáfu af Er þetta ást sem Palli flutti ásamt Magnúsi Jóhanni píanóleikara og tónskáldi þættinum.


Tengdar fréttir

Bibba á Brávallagötunni enn lukkuleg á Flórída

Edda Björgvins kíkti í afmælisútsendinguna í tilefni af 35 ára afmæli Bylgjunnar. Hún rifjaði þar upp hina ógleymanlegu Bibbu á Brávallagötunni sem varð vinsæl í árdaga Bylgjunnar.

Bein útsending: 35 ára afmælispartý Bylgjunnar

Bylgjan fór fyrst í loftið á þessum degi árið 1986. Í tilefni af afmælinu verður mikið um að vera á Bylgjunni í dag. Hægt verður að hlusta á afmælisdagskrána á Bylgjunni og horfa á útsendinguna í mynd hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.