Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Vésteinn Örn Pétursson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 31. ágúst 2021 19:11 Stjórnin virðist hafa áhyggjur af því að Alþjóðknattspyrnusambandið grípi inn í, verði framkvæmdastjóra sambandsins sagt upp. Vísir/Vilhelm Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður sambandsins í fyrradag í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Stjórnin sagði þá af sér í gær, en hafði áður sagt að hún myndi sitja áfram. Nú standa öll spjót á Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra, sem segist ekki vera að íhuga stöðu sína. Klara hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal í dag, frekar en aðrir stjórnarmenn. Stjórnin, sem mun starfa í fjórar vikur fram að aukaþinginu, hefur þó gefið það út að hún hyggist ekki víkja Klöru úr starfi. Gætu litið svo á að sambandið væri óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformanna sambandsins, sagði fréttastofu þó í dag að ef stjórnin myndi ákveða að víkja framkvæmdastjóra úr starfi, gæti Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA litið svo á að sambandið væri óstarfhæft. FIFA gæti þá gripið í taumana og tekið yfir stjórn sambandsins á grundvelli neyðarlaga. Á blaðamannafundi Arnars Þórs Viðarssonar, þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, í dag kom fram að það hefði aðeins gerst tvisvar áður, í Bosníu vegna stríðsástands og Grikklandi vegna fjármálakrísu. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi FIFA Tengdar fréttir Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld „Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. 31. ágúst 2021 16:01 Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Sjá meira
Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður sambandsins í fyrradag í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Stjórnin sagði þá af sér í gær, en hafði áður sagt að hún myndi sitja áfram. Nú standa öll spjót á Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra, sem segist ekki vera að íhuga stöðu sína. Klara hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal í dag, frekar en aðrir stjórnarmenn. Stjórnin, sem mun starfa í fjórar vikur fram að aukaþinginu, hefur þó gefið það út að hún hyggist ekki víkja Klöru úr starfi. Gætu litið svo á að sambandið væri óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformanna sambandsins, sagði fréttastofu þó í dag að ef stjórnin myndi ákveða að víkja framkvæmdastjóra úr starfi, gæti Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA litið svo á að sambandið væri óstarfhæft. FIFA gæti þá gripið í taumana og tekið yfir stjórn sambandsins á grundvelli neyðarlaga. Á blaðamannafundi Arnars Þórs Viðarssonar, þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, í dag kom fram að það hefði aðeins gerst tvisvar áður, í Bosníu vegna stríðsástands og Grikklandi vegna fjármálakrísu.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi FIFA Tengdar fréttir Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld „Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. 31. ágúst 2021 16:01 Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Sjá meira
Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld „Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. 31. ágúst 2021 16:01
Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46
Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26