Stjórn KSÍ segir af sér Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. ágúst 2021 21:58 Stjórn KSÍ hefur fundað í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardal fram eftir kvöldi. Vísir/Vésteinn Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. „Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst að boða með fjögurra vikna fyrirvara til aukaþings í samræmi við 13. grein laga KSÍ. Fundarboð með upplýsingum um þingdag, dagskrá og fyrirkomulag þingsins verða sendar aðildarfélögum á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður sambandsins í gær í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Eftir afsögn Guðna kom fram hávært ákall á samfélagsmiðlum um að stjórnin viki einnig, ásamt framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz, en hún sagði í fréttum RÚV nú klukkan tíu að hún hygðist sitja áfram. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá fráfarandi stjórnarmeðlimum KSÍ í kvöld án árangurs. Segja endurskoðun á viðbrögðum enn í forgangi Í tilkynningu stjórnarinnar, þar sem tilkynnt er um afsögnina, segir að stjórnin vilji koma því á framfæri að vinnu faghóps um endurskoðun viðbragða við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur verði áfram í forgangi. Stjórnin, varafulltrúar og landshlutafulltrúar hafi ákveðið að segja af sér. Þeir muni skila umboði sínu eigi síðar en þegar til aukaþingsins kemur. „Þessi niðurstaða er í samræmi við áskoranir Íslensks Toppfótbolta, óskir fulltrúa félaga sem sent hafa áskorun um aukaþing og þrýsting frá samfélaginu.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu stjórnar KSÍ í heild sinni: Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst að boða með fjögurra vikna fyrirvara til aukaþings í samræmi við 13. grein laga KSÍ. Fundarboð með upplýsingum um þingdag, dagskrá og fyrirkomulag þingsins verða sendar aðildarfélögum á næstu dögum. Stjórnin vill af þessu tilefni koma eftirfarandi á framfæri: 1. Vinnu faghóps um endurskoðun viðbragða við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur verður áfram í forgangi. 2. Stjórn, varafulltrúar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér og munu skila umboði sínu eigi síðar en þegar til aukaþingsins kemur. 3. Þessi niðurstaða er í samræmi við áskoranir Íslensks Toppfótbolta, óskir fulltrúa félaga sem sent hafa áskorun um aukaþing og þrýsting frá samfélaginu. 4. Stjórnin hefur fundað með forseta ÍSÍ um framgang málsins og um það hvernig best verður haldið um starfsemi KSÍ fram að aukaþingi svo starfsemin haldist órofin. 5. Fundað verður með fulltrúum UEFA og FIFA um stöðu málsins og fyrirhuguð stjórnarskipti þannig að ekki þurfi að koma til afskipta knattspyrnusambandanna að starfsemi sambandsins. 6. Ásgeir Ásgeirsson hefur tilkynnt að hann segi sig hér með frá trúnaðarstörfum fyrir KSÍ. Stjórnin færir starfsfólki KSÍ og sjálfboðaliðum í hreyfingunni bestu kveðjur og þakkir fyrir frábært samstarf og hvetur það til að vinna áfram af trúmennsku og dugnaði í þágu íslenskrar knattspyrnu. 30. ágúst 2021 Stjórn KSÍ. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32 Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Sjá meira
„Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst að boða með fjögurra vikna fyrirvara til aukaþings í samræmi við 13. grein laga KSÍ. Fundarboð með upplýsingum um þingdag, dagskrá og fyrirkomulag þingsins verða sendar aðildarfélögum á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður sambandsins í gær í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Eftir afsögn Guðna kom fram hávært ákall á samfélagsmiðlum um að stjórnin viki einnig, ásamt framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz, en hún sagði í fréttum RÚV nú klukkan tíu að hún hygðist sitja áfram. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá fráfarandi stjórnarmeðlimum KSÍ í kvöld án árangurs. Segja endurskoðun á viðbrögðum enn í forgangi Í tilkynningu stjórnarinnar, þar sem tilkynnt er um afsögnina, segir að stjórnin vilji koma því á framfæri að vinnu faghóps um endurskoðun viðbragða við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur verði áfram í forgangi. Stjórnin, varafulltrúar og landshlutafulltrúar hafi ákveðið að segja af sér. Þeir muni skila umboði sínu eigi síðar en þegar til aukaþingsins kemur. „Þessi niðurstaða er í samræmi við áskoranir Íslensks Toppfótbolta, óskir fulltrúa félaga sem sent hafa áskorun um aukaþing og þrýsting frá samfélaginu.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu stjórnar KSÍ í heild sinni: Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst að boða með fjögurra vikna fyrirvara til aukaþings í samræmi við 13. grein laga KSÍ. Fundarboð með upplýsingum um þingdag, dagskrá og fyrirkomulag þingsins verða sendar aðildarfélögum á næstu dögum. Stjórnin vill af þessu tilefni koma eftirfarandi á framfæri: 1. Vinnu faghóps um endurskoðun viðbragða við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur verður áfram í forgangi. 2. Stjórn, varafulltrúar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér og munu skila umboði sínu eigi síðar en þegar til aukaþingsins kemur. 3. Þessi niðurstaða er í samræmi við áskoranir Íslensks Toppfótbolta, óskir fulltrúa félaga sem sent hafa áskorun um aukaþing og þrýsting frá samfélaginu. 4. Stjórnin hefur fundað með forseta ÍSÍ um framgang málsins og um það hvernig best verður haldið um starfsemi KSÍ fram að aukaþingi svo starfsemin haldist órofin. 5. Fundað verður með fulltrúum UEFA og FIFA um stöðu málsins og fyrirhuguð stjórnarskipti þannig að ekki þurfi að koma til afskipta knattspyrnusambandanna að starfsemi sambandsins. 6. Ásgeir Ásgeirsson hefur tilkynnt að hann segi sig hér með frá trúnaðarstörfum fyrir KSÍ. Stjórnin færir starfsfólki KSÍ og sjálfboðaliðum í hreyfingunni bestu kveðjur og þakkir fyrir frábært samstarf og hvetur það til að vinna áfram af trúmennsku og dugnaði í þágu íslenskrar knattspyrnu. 30. ágúst 2021 Stjórn KSÍ. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst að boða með fjögurra vikna fyrirvara til aukaþings í samræmi við 13. grein laga KSÍ. Fundarboð með upplýsingum um þingdag, dagskrá og fyrirkomulag þingsins verða sendar aðildarfélögum á næstu dögum. Stjórnin vill af þessu tilefni koma eftirfarandi á framfæri: 1. Vinnu faghóps um endurskoðun viðbragða við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur verður áfram í forgangi. 2. Stjórn, varafulltrúar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér og munu skila umboði sínu eigi síðar en þegar til aukaþingsins kemur. 3. Þessi niðurstaða er í samræmi við áskoranir Íslensks Toppfótbolta, óskir fulltrúa félaga sem sent hafa áskorun um aukaþing og þrýsting frá samfélaginu. 4. Stjórnin hefur fundað með forseta ÍSÍ um framgang málsins og um það hvernig best verður haldið um starfsemi KSÍ fram að aukaþingi svo starfsemin haldist órofin. 5. Fundað verður með fulltrúum UEFA og FIFA um stöðu málsins og fyrirhuguð stjórnarskipti þannig að ekki þurfi að koma til afskipta knattspyrnusambandanna að starfsemi sambandsins. 6. Ásgeir Ásgeirsson hefur tilkynnt að hann segi sig hér með frá trúnaðarstörfum fyrir KSÍ. Stjórnin færir starfsfólki KSÍ og sjálfboðaliðum í hreyfingunni bestu kveðjur og þakkir fyrir frábært samstarf og hvetur það til að vinna áfram af trúmennsku og dugnaði í þágu íslenskrar knattspyrnu. 30. ágúst 2021 Stjórn KSÍ.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32 Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Sjá meira
Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32
Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32