Sport

Dag­skráin í dag: Risa­leikur í fall­bar­áttunni á Sauð­ár­króki

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Augnabliks og Tindastóll í Lengjudeild kvenna KSÍ
Augnabliks og Tindastóll í Lengjudeild kvenna KSÍ

Það verður gríðarlega mikið undir á Sauðárkróksvelli í kvöld þegar Tindastóll og Keflavík mætast í Pepsi Max deild kvenna.

Nýliðar Tindastóls eru í neðsta sæti deildarinnar sem stendur með ellefu stig en hinir nýliðarnir, úr Keflavík sitja tveimur sætum ofar, í því áttunda með þrettán stig.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 17:45.

Í sömu deild mætast ÍBV og Stjarnan annars vegar og Fylkir og Þróttur hins vegar. Verður hægt að fylgjast með þeim leikjum í beinni útsendingu á stod2.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.