Sport

Már sjöundi í sínum riðli og komst ekki í úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Már að koma upp úr lauginni í Tókýó.
Már að koma upp úr lauginni í Tókýó. ÍF

Sundmaðurinn Már Gunnarsson keppti í sinni fyrstu grein á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, í nótt. Már keppti í 50 metra skriðsundi og komst ekki í úrslit.

Már, sem hefur verið duglegur við að senda skemmtileg innslög frá Tókýó í Japan þar sem keppnin fer fram, keppti í 50 metra skriðsundi í nótt. Hann synti á 29,30 sekúndum og endaði í sjöunda sæti í sínum riðli og 13. sæti í heildina.

Már ræddi við RÚV að sundinu loknu, hann hefði viljað bæta sig en var annars lítið að velta sér upp úr niðurstöðunni. Hann sá sundið fyrir sér sem ákveðna upphitun fyrir 100 metra baksundið sem fram fer á morgun en þar á Már möguleika á að komast á verðlaunapall.


Tengdar fréttir

„Ímynd ákveðins himnaríkis“

Sundmaðurinn Már Gunnarsson heldur áfram að veita fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum skemmtilega innsýn inn í lífið í Tókýó þar sem ólympíumót fatlaðra er nú að hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×