Veður

Milt í veðri en ekki jafn mikil hlýindi og undan­farið

Atli Ísleifsson skrifar
Síðdegis á morgun dregur bæði úr vindi og úrkomu á landinu.
Síðdegis á morgun dregur bæði úr vindi og úrkomu á landinu. Vísir/Vilhelm

Landsmenn mega reikna með suðlægri átt í dag, víða golu eða kalda og sums staðar lítilsháttar vætu, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Það verður milt í veðri þó hlýindin verði ekki jafn mikil og undanfarið. Verður hiti á bilinu tólf til 22 stig og hlýjast fyrir austan.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í kvöld bæti svo í vind og úrkomu sunnan- og vestantil á landinu.

„Sunnan og suðaustan 8-15 m/s á morgun, en það verða allvíða hvassir vindstrengir á vestanverðu landinu fram eftir degi, og þar geta skapast varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Þessu fylgir rigning eða súld, en það verður áfram yfirleitt þurrt og bjart norðaustantil á landinu.

Síðdegis á morgun dregur síðan bæði úr vindi og úrkomu.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Sunnan og suðaustan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum á V-verðu landinu fram eftir degi. Víða rigning eða súld og hiti 12 til 16 stig, en bjartviðri á NA og A-landi með hita 17 til 23 stig.

Á laugardag og sunnudag: Suðvestan 8-15 á NV- og V-landi, en yfirleitt hægari vindur annars staðar. Dálítil rigning með köflum, en þurrt og bjart um landið A-vert. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast á A-landi.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Suðvestlæg átt og lítilsháttar væta með köflum, en lengst af léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×