Alma tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2021 10:17 Í aðalhlutverkum myndarinnar Ölmu eru þau Snæfríður Ingvarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Kristbjörg Kjeld, Emmanuelle Riva. Sena Kvikmyndin Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að fimm kvikmyndir – tvær heimildamyndir og þrjár kvikmyndir í fullri lengd – hafi verið tilnefndar að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt í átjánda skiptið við hátíðlega athöfn 2. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Kvikmyndin Alma er sögð örlagagasaga ungrar konu sem sé lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir þeim atburði. Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé sprelllifandi og á leið til landsins. Hún ákveður að drepa hann þar sem hún er hvort sem er búin að afplána dóm fyrir glæpinn. Í aðalhlutverkum myndarinnar eru þau Snæfríður Ingvarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Kristbjörg Kjeld, Emmanuelle Riva. Að neðan má sjá stiklu myndarinnar. Klippa: Alma - sýnishorn „Á meðal tilnefndra má nefna kvikmyndagerðarmanninn Jonas Poher Rasmussen frá Danmörku (vinningshafa verðlauna á Sundance kvikmyndahátíðinni), framleiðandann Jussi Rantamäki frá Finnlandi (vinningshafi dómnefndarverðlauna á Cannes 2021), leikstjóra og framleiðandann Friðik Þór Friðriksson frá Íslandi (sem tilnefndur var til Óskarsverðlaunanna fyrir Börn Náttúrunnar), leikstjórann Victor Kossakovsky (sem komst á stuttlista Óskarsverðlaunanna) og leikstjórann Ronnie Sandahl frá Svíþjóð) (vinningshafa Dragon verðlaunanna í Svíþjóð). Verðlaunin verða veitt kvikmynd í fullri lengd sem hefur listrænt gildi, er framleidd á Norðurlöndunum og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum. Myndin verður að hafa verið frumsýnd í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1. júlí 2020 til 30. júní 2021. Verðlaunaféð nemur 300 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda enda er kvikmyndagerð sem listgrein afurð náins samspils þessara þriggja þátta. Kvikmyndirnar fimm sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 eru: Ísland - ALMA (titill á ensku: ALMA) eftir Kristínu Jóhannesdóttur (leikstjórn / handrit), Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Egil Ødegård (framleiðendur). Danmörk - FLEE (titill á frummáli: FLUGT) eftir Jonas Poher Rasmussen (leikstjórn / handrit), Amin (handrit), Monica Hellström, Charlotte de la Gournerie, Signe Byrge Sørensen (framleiðendur). Finnland - ANY DAY NOW (titill á frummáli: Ensilumi) eftir Hamy Ramezan (leikstjórn / handrit), Antti Rautava (handrit), Jussi Rantamäki, Emilia Haukka (framleiðendur). Noregur - GUNDA (titill á frummáli: GUNDA) eftir Victor Kossakovsky (leikstjórn / handrit), Anita Rehoff Larsen (framleiðandi). Svíþjóð - TIGERS (titill á frummáli: TIGRAR) eftir Ronnie Sandahl (leikstjórn / handrit), Piodor Gustafsson (framleiðandi). Kvikmyndin sem hlaut verðlaunin árið 2020 var hin norska Beware of Children í leikstjórn Dag Johans Haugergud, en kvikmyndir sem hlotið hafa verðlaunin síðustu ári eru m.a. hin danska Queen of Hearts í leikstjórn May el- Toukhy, Kona fer í Stríð (Woman at War) í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og hin finnska Litte Wing í leikstjórn Selmu Vilhunen og norska kvikmyndin Louder than Bombs í leikstjórn Joachim Trier ásamt dönsku kvikmyndinni The Hunt í leikstjórn Thomas Vinterberg. „Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Hross í oss og Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Fúsi í leikstjórn Dags Kára,“ segir í tilkynningunni. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Norðurlandaráð Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að fimm kvikmyndir – tvær heimildamyndir og þrjár kvikmyndir í fullri lengd – hafi verið tilnefndar að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt í átjánda skiptið við hátíðlega athöfn 2. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Kvikmyndin Alma er sögð örlagagasaga ungrar konu sem sé lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir þeim atburði. Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé sprelllifandi og á leið til landsins. Hún ákveður að drepa hann þar sem hún er hvort sem er búin að afplána dóm fyrir glæpinn. Í aðalhlutverkum myndarinnar eru þau Snæfríður Ingvarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Kristbjörg Kjeld, Emmanuelle Riva. Að neðan má sjá stiklu myndarinnar. Klippa: Alma - sýnishorn „Á meðal tilnefndra má nefna kvikmyndagerðarmanninn Jonas Poher Rasmussen frá Danmörku (vinningshafa verðlauna á Sundance kvikmyndahátíðinni), framleiðandann Jussi Rantamäki frá Finnlandi (vinningshafi dómnefndarverðlauna á Cannes 2021), leikstjóra og framleiðandann Friðik Þór Friðriksson frá Íslandi (sem tilnefndur var til Óskarsverðlaunanna fyrir Börn Náttúrunnar), leikstjórann Victor Kossakovsky (sem komst á stuttlista Óskarsverðlaunanna) og leikstjórann Ronnie Sandahl frá Svíþjóð) (vinningshafa Dragon verðlaunanna í Svíþjóð). Verðlaunin verða veitt kvikmynd í fullri lengd sem hefur listrænt gildi, er framleidd á Norðurlöndunum og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum. Myndin verður að hafa verið frumsýnd í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1. júlí 2020 til 30. júní 2021. Verðlaunaféð nemur 300 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda enda er kvikmyndagerð sem listgrein afurð náins samspils þessara þriggja þátta. Kvikmyndirnar fimm sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 eru: Ísland - ALMA (titill á ensku: ALMA) eftir Kristínu Jóhannesdóttur (leikstjórn / handrit), Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Egil Ødegård (framleiðendur). Danmörk - FLEE (titill á frummáli: FLUGT) eftir Jonas Poher Rasmussen (leikstjórn / handrit), Amin (handrit), Monica Hellström, Charlotte de la Gournerie, Signe Byrge Sørensen (framleiðendur). Finnland - ANY DAY NOW (titill á frummáli: Ensilumi) eftir Hamy Ramezan (leikstjórn / handrit), Antti Rautava (handrit), Jussi Rantamäki, Emilia Haukka (framleiðendur). Noregur - GUNDA (titill á frummáli: GUNDA) eftir Victor Kossakovsky (leikstjórn / handrit), Anita Rehoff Larsen (framleiðandi). Svíþjóð - TIGERS (titill á frummáli: TIGRAR) eftir Ronnie Sandahl (leikstjórn / handrit), Piodor Gustafsson (framleiðandi). Kvikmyndin sem hlaut verðlaunin árið 2020 var hin norska Beware of Children í leikstjórn Dag Johans Haugergud, en kvikmyndir sem hlotið hafa verðlaunin síðustu ári eru m.a. hin danska Queen of Hearts í leikstjórn May el- Toukhy, Kona fer í Stríð (Woman at War) í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og hin finnska Litte Wing í leikstjórn Selmu Vilhunen og norska kvikmyndin Louder than Bombs í leikstjórn Joachim Trier ásamt dönsku kvikmyndinni The Hunt í leikstjórn Thomas Vinterberg. „Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Hross í oss og Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Fúsi í leikstjórn Dags Kára,“ segir í tilkynningunni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Norðurlandaráð Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira