Innlent

Gætu boðað til verk­falls á mánudag

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Arnar Hjálmsson segir að flugumferðarstjórar gætu boðað til verkfalls á mánudag.
Arnar Hjálmsson segir að flugumferðarstjórar gætu boðað til verkfalls á mánudag. vísir/vilhelm

Ekki náðist sátt um vinnu­tíma flug­um­ferðar­stjóra á sátta­fundi fé­lags þeirra og Isavia hjá ríkis­sátta­semjara í dag. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra hefur út mánu­daginn til að boða til verk­falls sem fé­lags­menn hafa þegar sam­þykkt að fara í.

Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni hjá ríkis­sátta­semjara á morgun og velta mögu­legar verk­falls­að­gerðir flug­um­ferðar­stjóranna væntan­lega á út­komu hans.

„Þetta mjakaðist lítið á­fram í dag,“ sagði Arnar Hjálms­son, for­maður Fé­lags ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra, í sam­tali við Vísi eftir fundinn, sem kláraðist í kvöld.

„Þetta hefur strandað á vinnu­tíma­málum. Það er búið að vera okkar helsta of fyrsta krafa síðan við­ræður byrjuðu í febrúar,“ segir hann.“

Ákveða framhaldið á morgun

Fé­lags­menn sam­þykktu það á mánu­daginn 9. ágúst að fara í sex sjálf­stæðar vinnu­stöðvanir í kjara­deilunni. Arnar segir að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðju­dags­morgun. Fé­lagið myndi því boða til þess verk­falls á morgun ef það á­kvæði að fara í það. Boða þarf til verk­falls­að­gerða með viku­fyrir­vara.

Spurður hvort sér þyki lík­legt að af verk­fallinu verði segir hann: „Það er allt eins lík­legt. Við munum svo hitta trúnaðar­ráðið á morgun þar sem næstu skref verða á­kveðin og í hvaða átt skal halda. Og endur­nýja þá í raun um­boð okkar til að boða til verk­falla, ef okkur finnst vera þörf á. Þá myndum sem sagt láta kjósa um fleiri verk­föll.“

Hann vill ekki greina frá því í hverju verk­falls­að­gerðirnar myndu felast.

Hann segir þó að eitthvað hafi mjakast í deilunni síðustu vikur en ekki mikið. Þó þannig að félagið ákvað ekki að boða til hinna fimm verkfallanna, sem félagsmenn höfðu veitt því umboð til að boða, áður en frestur fyrir þau rann út.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×