Segir Green Bay vera að neyða Rodgers til að vera áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 12:15 Rodgers stytti samning sinn við Green Bay í sumar og leitar líklega á önnur mið að komandi leiktíð lokinni. Quinn Harris/Getty Images Stephen A. Smith, álitsgjafi á ESPN, segir að leikstjórnandinn Aaron Rodgers hjá Green Bay Packers í bandarísku NFL-deildinni sé haldið hjá félaginu gegn hans eigin vilja. Rodgers komst að samkomulagi við félagið í sumar um að stytta samning sinn um eitt ár og rennur hann út eftir komandi tímabil. Rodgers er orðinn 37 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril í NFL-deildinni, frá árinu 2005, fyrir þá grænklæddu. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP) á síðustu leiktíð en það var í þriðja sinn sem hann hlýtur þau verðlaun. Eftir góða leiktíð tapaði Green Bay hins vegar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers í undanúrslitum í úrslitakeppninni sem var fjórða tap Packers á því stigi keppninnar í röð. Enginn leikstjórnandi hefur tapað fjórum slíkum leikjum í röð og fóru fljótlega af stað sögusagnir þess efnis að Rodgers vildi burt frá félaginu til að freista þess að vinna NFL-titilinn annars staðar. Þrátt fyrir magnaðan feril hefur Rodgers aðeins tekist einu sinni að vinna Ofurskálina sem gerðist fyrir tíu árum síðan, árið 2011. Í lok júlí tilkynntu Packers um breytingu á samningi Rodgers þar sem hann var styttur, frá 2023 til 2022, og verður Rodgers því laus ferða sinna næsta sumar. Stephen A. Smith, álitsgjafi hjá ESPN, segir Rodgers hafa engan áhuga á að vera áfram hjá félaginu en hann eigi engra annarra kosta völ. „Green Bay Packers eru að halda Aaron Rodgers þvert á hans vilja,“ segir Smith. „Aaron Rodgers vill ekki vera þarna, en hann er þarna núna vegna þess að hann hafði engra annarra kosta völ. Það er alveg á hreinu að hann vildi yfirgefa félagið, Green Bay neitaði því og þess vegna er hann þarna,“ „Hann hafði aðeins einn annan kost í stöðunni, sem var að leggja skóna á hilluna og spila engan fótbolta í ár. Að öðru leyti hafði hann engan annan kost í stöðunni en að spila fyrir Green Bay Packers,“ segir Smith sem sagði töluvert meira um stöðu hans hjá félaginu en ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Hann lætur þau falla þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi í NFL-deildinni en deildarkeppnin hefst 9. september næst komandi. Fjöldi leikja verður í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Sjá meira
Rodgers er orðinn 37 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril í NFL-deildinni, frá árinu 2005, fyrir þá grænklæddu. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP) á síðustu leiktíð en það var í þriðja sinn sem hann hlýtur þau verðlaun. Eftir góða leiktíð tapaði Green Bay hins vegar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers í undanúrslitum í úrslitakeppninni sem var fjórða tap Packers á því stigi keppninnar í röð. Enginn leikstjórnandi hefur tapað fjórum slíkum leikjum í röð og fóru fljótlega af stað sögusagnir þess efnis að Rodgers vildi burt frá félaginu til að freista þess að vinna NFL-titilinn annars staðar. Þrátt fyrir magnaðan feril hefur Rodgers aðeins tekist einu sinni að vinna Ofurskálina sem gerðist fyrir tíu árum síðan, árið 2011. Í lok júlí tilkynntu Packers um breytingu á samningi Rodgers þar sem hann var styttur, frá 2023 til 2022, og verður Rodgers því laus ferða sinna næsta sumar. Stephen A. Smith, álitsgjafi hjá ESPN, segir Rodgers hafa engan áhuga á að vera áfram hjá félaginu en hann eigi engra annarra kosta völ. „Green Bay Packers eru að halda Aaron Rodgers þvert á hans vilja,“ segir Smith. „Aaron Rodgers vill ekki vera þarna, en hann er þarna núna vegna þess að hann hafði engra annarra kosta völ. Það er alveg á hreinu að hann vildi yfirgefa félagið, Green Bay neitaði því og þess vegna er hann þarna,“ „Hann hafði aðeins einn annan kost í stöðunni, sem var að leggja skóna á hilluna og spila engan fótbolta í ár. Að öðru leyti hafði hann engan annan kost í stöðunni en að spila fyrir Green Bay Packers,“ segir Smith sem sagði töluvert meira um stöðu hans hjá félaginu en ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Hann lætur þau falla þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi í NFL-deildinni en deildarkeppnin hefst 9. september næst komandi. Fjöldi leikja verður í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Sjá meira