„Ég var orðin of meðvituð um líkama minn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:08 Söngkonan Britney Spears segist hafa verið orðin of meðvituð um líkama sinn. Skjáskot/instagram Tónlistarkonan Britney Spears opnaði sig um líkamsímynd sína á Instagram á dögunum. Brjóstamyndir sem hún hefur birt af sjálfri sér hafa vakið athygli aðdáenda, en hún segir myndirnar tengjast ákveðinni frelsun. Britney birti fyrstu myndina í lok júlí. Það er óhætt að segja að myndin hafi vakið athygli en hún fékk rúmlega þrjár milljónir læk. Síðan þá hefur Britney birt að minnsta kosti sex myndir af sér þar sem hún stendur berbrjósta úti í garði og heldur utan um brjóstin. Þegar myndirnar fóru að birtast með reglulegu millibili, fóru aðdáendur þó að velta vöngum. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég er svo ringlaður,“ skrifar einn. „Það er eitthvað grunsamlegt í gangi,“ skrifar annar. Þá veltu sumir fyrir sér hvort það væri raunverulega Britney sjálf sem stæði á bak við myndbirtinguna eða einhver annar. Britney virðist hafa fengið nóg af þessum vangaveltum í gær þegar hún ákvað að útskýra hvað lægi að baki. „Áður en ég sýni ykkur fleiri myndir, þá vil ég að þið skiljið ástæðuna fyrir því að ég birti þær,“ skrifar söngkonan. Hún segir allar konur þekkja þá tilfinningu að líða vel með að fækka fötum þegar þeim sé heitt. „Þar af leiðandi finnst manni að maður líti betur út.“ „Ég vil ekki endilega að þið sjáið spékoppinn á rassinum mínum, en ég mér líður eins og ég hafi orðið of meðvituð um líkamann minn þegar ég var að koma fram og það er ekki aðlaðandi.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Britney segist hafa burðast um með heiminn á herðum sér en nú sé kominn tími til þess að létta á sér. „Ég er kona, falleg og viðkvæm kona sem þarf að fara horfa á sjálfa sig í sínu tærasta formi.“ „Nei ég fór ekki í brjóstastækkun í vikunni og ég er ekki ólétt. Ég er með brjóst á þessum myndum af því ég borða mat,“ segir hún. Nýlega tjáði söngkonan sig um myndbönd af sjálfri sér frá því fyrr í sumar, þar sem söngkonan hafði bætt á sig nokkrum kílóum. Hún segir að þrátt fyrir að hafa litið þéttari út, hafi hún verið hamingjusamari þá heldur en nú. Britney segist ekki ætla að vera berbrjósta það sem eftir er ævinnar, en það hjálpi henni þessa stundina. „Það er dýpri tilgangur á bak við Free Britney hreyfinguna en ykkur gæti nokkurn tíman grunað. Aðdáendur mínir hafa alltaf verið æðislegir og ég elska ykkur öll.“ Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Britney birti fyrstu myndina í lok júlí. Það er óhætt að segja að myndin hafi vakið athygli en hún fékk rúmlega þrjár milljónir læk. Síðan þá hefur Britney birt að minnsta kosti sex myndir af sér þar sem hún stendur berbrjósta úti í garði og heldur utan um brjóstin. Þegar myndirnar fóru að birtast með reglulegu millibili, fóru aðdáendur þó að velta vöngum. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég er svo ringlaður,“ skrifar einn. „Það er eitthvað grunsamlegt í gangi,“ skrifar annar. Þá veltu sumir fyrir sér hvort það væri raunverulega Britney sjálf sem stæði á bak við myndbirtinguna eða einhver annar. Britney virðist hafa fengið nóg af þessum vangaveltum í gær þegar hún ákvað að útskýra hvað lægi að baki. „Áður en ég sýni ykkur fleiri myndir, þá vil ég að þið skiljið ástæðuna fyrir því að ég birti þær,“ skrifar söngkonan. Hún segir allar konur þekkja þá tilfinningu að líða vel með að fækka fötum þegar þeim sé heitt. „Þar af leiðandi finnst manni að maður líti betur út.“ „Ég vil ekki endilega að þið sjáið spékoppinn á rassinum mínum, en ég mér líður eins og ég hafi orðið of meðvituð um líkamann minn þegar ég var að koma fram og það er ekki aðlaðandi.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Britney segist hafa burðast um með heiminn á herðum sér en nú sé kominn tími til þess að létta á sér. „Ég er kona, falleg og viðkvæm kona sem þarf að fara horfa á sjálfa sig í sínu tærasta formi.“ „Nei ég fór ekki í brjóstastækkun í vikunni og ég er ekki ólétt. Ég er með brjóst á þessum myndum af því ég borða mat,“ segir hún. Nýlega tjáði söngkonan sig um myndbönd af sjálfri sér frá því fyrr í sumar, þar sem söngkonan hafði bætt á sig nokkrum kílóum. Hún segir að þrátt fyrir að hafa litið þéttari út, hafi hún verið hamingjusamari þá heldur en nú. Britney segist ekki ætla að vera berbrjósta það sem eftir er ævinnar, en það hjálpi henni þessa stundina. „Það er dýpri tilgangur á bak við Free Britney hreyfinguna en ykkur gæti nokkurn tíman grunað. Aðdáendur mínir hafa alltaf verið æðislegir og ég elska ykkur öll.“
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira