Menning

Sunna Borg og Björgvin Franz stíga á svið með Jóni Gnarr

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Leikkonan Sunna Borg tekur þátt í sýningunni Skugga-Sveinn.
Leikkonan Sunna Borg tekur þátt í sýningunni Skugga-Sveinn. Menningarfélag Akureyrar

Menningarfélag Akureyrar tilkynnti í dag að Sunna Borg og Björgvin Franz Gíslason munu leika í sýningunni Skugga-Sveinn. 

Leikfélag Akureyrar frumsýnir Skugga Svein í byrjun janúar á næsta ári. Sjálfur Skugga-Sveinn er leikinn af Jóni Gnarr. Á meðal annarra leikara sýningarinnar eru Vilhjálmur B Bragason, María Pálsdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Árni Beinteinn Árnason. Leikstjóri er Marta Nordal leikhússtjóri. 

Björgvin Franz Gíslason. SÝN

Leikritið um Skugga-Svein er eftir þjóðskáldið Matthías Jochumson og var fyrst sett á svið árið 1862. Þjóðleikhúsið flutti leikritið í svokölluðu Hljóðleikhúsi þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst á síðasta ári. Þar fór leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir með hlutverk Skugga-Sveins. Þá eru þeir Jóhann Sigurðarson og Eyvindur Karlsson einnig meðal þeirra sem gætt hafa persónu Skugga-Sveins lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×