Tónlist

Tón­skálda­sjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 út­hlutar sex milljónum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Alls fá 30 listamenn styrki úr sjóðnum í ár.
Alls fá 30 listamenn styrki úr sjóðnum í ár. vísir

Tón­skálda­sjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur út­hlutað styrkjum til 30 lista­manna. Saman­lagt nema styrkirnir sex milljónum króna.

Haldið er utan um Tón­skálda­sjóðinn í sam­vinnu við STEF en hann var stofnaður að frum­kvæði STEFs árið 2011 með það að mark­miði að styrkja tón­skáld og texta­höfunda til ný­sköpunar.

Meðal þeirra tón­listar­manna sem fá styrki út­hlutaða úr sjóðnum eru GDRN, Birnir, Floni, Jón Jóns­son og Frið­rik Dór svo ein­hverjir séu nefndir.

Þórhallur Gunnarsson.

„Gróskan í ís­lenskri tón­list er ein­stök. Við erum stolt að taka þátt í því að styðja tón­listar­fólk í frum­sköpun á tón­list og höfum séð árangur þess á undan­förnum árum” segir Þór­hallur Gunnars­son fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla Sýnar og stjórnar­maður í Tón­skálda­sjóði Bylgjunnar og Stöðvar 2.

„Eitt af mark­miðum fjöl­miðla Stöðvar 2 og Voda­fone er að efla þátta­gerð í út­varpi og sjón­varpi þar sem ís­lensk tón­list er í önd­vegi. Við munum halda á­fram ó­trauð á þeirri veg­ferð.

Með stuðningi við ís­lenskt tón­listar­fólk eflum við og auð­gum ís­lenska menningu og fjöl­miðla­starf­semi“, segir Þór­hallur.

Þeir listamenn sem fá styrki úr sjóðnum í ár eru:

Andrés Þór Gunnlaugsson 200 þúsund
Birnir Sigurðarson 100 þúsund
Björn Gunnlaugsson 100 þúsund
Brek 200 þúsund
Friðrik Dór 200 þúsund
Floni (Friðrik Róbertsson) 100 þúsund
GDRN 200 þúsund
Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir 400 þúsund
Gunnar Hjálmarsson 200 þúsund
Helga Soffía 100 þúsund
Helgi Rafn Ingvarsson 100 þúsund
Hera Hjartardóttir 400 þúsund
Hildur Kristín og Ragna 400 þúsund
Hipsumhaps 200 þúsund
Huginn 100 þúsund
Ingibjörn Aima 100 þúsund
Jóhann Helgason 200 þúsund
Jón jónsson 200 þúsund
Katrín helga 200 þúsund
Kristján Hreinsson 100 þúsund
Magnús Þór Sigmundsson 200 þúsund
Milkhouse 400 þúsund
Nýju fötin keisarans 100 þúsund
Ólafur Haukur Símonarson 200 þúsund
Rúnar Þórisson 100 þúsund
Stephan Stephensen 200 þúsund
Tómar R. Einarsson 400 þúsund
Veigar Margeirsson 200 þúsund
Viktor Guðmundsson 100 þúsund
Vigdís Hafliðadóttir 100 þúsund
Örnólfur Eldon Þórsson 100 þúsund
Teitur Magnússon 100 þúsund

Vísir, Stöð 2 og Bylgjan eru miðlar í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×