Lífið

Stjörnurnar streyma til Ís­lands í aug­lýsinga­tökur

Eiður Þór Árnason skrifar
Fimmtán manna sendinefnd frá Thule kom nýverið til landsins til að skoða tökustaði.
Fimmtán manna sendinefnd frá Thule kom nýverið til landsins til að skoða tökustaði. Thule

Stór hópur heimsþekktra íþróttamanna er væntanlegur til landsins í lok ágúst í tengslum við tökur á auglýsingaefni fyrir ferðavörufyrirtækið Thule.

Undirbúningur hefur staðið yfir í heilt ár og kom fimmtán manna sendinefnd frá fyrirtækinu nýverið til landsins í vettvangsskoðun. Áætlað er að allt að 80 manns muni koma til Íslands í tengslum við verkefnið.

Meðal þeirra talsmanna Thule sem koma fram í markaðsefninu er Elli Þór Magnússon, brimbrettakappi og ljósmyndari, Anja Pärson, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum, og Apa Sherpa, heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur 21 leiðangur upp á topp Everest.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Thule og Stillingu, umboðsaðila fyrirtækisins á Íslandi. Þar segir um sé að ræða kvikmynd sem verði tekin upp í ágúst og september og lögð verði áhersla á að sýna íþróttafólkið og áhrifavaldana í sínu rétta umhverfi.

Sérútbúnir kvikmyndabílar væntanlegir til landsins

„Mikill viðbúnaður verður við framleiðsluna en til stendur að senda 10 tonn af búnaði til landsins ásamt sérbúnum kvikmyndabílum og bílategundum sem ekki hafa sést á Íslandi áður og verða notaðar við upptökur,“ segir í tilkynningu.

Tökur munu fara fram um allt land dagana 30. ágúst til 9. september. Tina Liselius, samskiptastjóri Thule Group vörumerkisins mun leikstýra framleiðslunni og framleiðandi er Erik Pütsep frá Adventure Production.

Eftirtaldir talsmenn og áhrifavaldar munu taka þátt í kvikmyndatökunum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×