Yfir fjögur hundruð smituðust í tengslum við Ólympíuleikana í Tókyó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 12:01 Vel var staðið að sóttvörnum í kringum Ólympíuleikana í Tókýó. EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA Alls komu upp 430 kórónuveirusmit í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó en þeim lauk nú um liðna helgi. Sóttvarnir í Ólympíuþorpinu virðast þó hafa skilað tilætluðum árangri þar sem aðeins 26 keppendur greindust með veiruna. Ólympíuleikunum lauk nú um helgina en ljóst er að þessir leikar munu seint gleymast sökum heimsfaraldursins sem hefur litað líf okkar undanfarin misseri. Ólympíuþorpið í ár var í raun hálfgerð „sóttvarnarbúbbla.“ Virðist hún hafa skilað sínu þar sem ekki þurfti að fresta né aflýsa neinum viðburði á leikunum. Fjöldi smita í kringum leikana var töluvert meiri eða 430 talsins. Á sunnudag - lokadegi leikanna - var greint frá að 26 hefðu greinst smitaðir til viðbótar. Heildartala smitaðra í tengslum við leikanna var þar með komin upp í 430 alls. Þriðja daginn í röð greindist enginn keppandi á ÓL smitaður. Af þeim 26 sem greindust unnu 16 við framkvæmdir og viðgerðir á leikunum. „Sóttvarnarbúbbla“ Ólympíuþorpsins skilaði sínu hvað varðar fjölda smita en aðeins greindust 32 tilfelli í þorpinu þar sem keppendur og þjálfarar búa á meðan leikunum stendur. Af þeim voru 29 keppendur en það hafði eins og áður sagði ekki nein áhrif á framkvæmd leikanna þar sem aldrei þurfti að færa né fresta viðburði. Ef keppendur reyndust smitaði af Covid-19 var þeim meinað að taka þátt. Ekki kemur fram hvort júdólið Georgíu sé meðal þeirra sem greindust en þeim var meinuð þátttaka eftir að hafa farið í óvænta skoðunarferð um Tókýó án þess að vera með leyfi mótshaldara. Þá fengu alls fimm leikmenn í ástralska landsliðinu í íshokkí refsingu fyrir að yfirgefa „sóttvarnarbúbbluna“ til að festa kaup á ísköldum bjór. Samkvæmt skipuleggjendum Ólympíuleikanna í Tókýó var skimað fyrir kórónuveirunni alls 624 þúsund sinnum á meðan leikunum stóð. Aðeins 0,02 prósent skiluðu jákvæði sýni sem verður að teljast ágætt miðað við hversu slæm staðan er í Japan þessa dagana. Alls hafa 15 þúsund manns látist vegna veirunnar og neyðarástandi var lýst yfir áður en leikarnir hófust. Ísland átti fjóra þátttakendur á leikunum að þessu sinni. Það voru þau Guðni Valur Guðnason, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Ásgeir Sigurgeirsson og Anton Sveinn McKee. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Ólympíuleikunum lauk nú um helgina en ljóst er að þessir leikar munu seint gleymast sökum heimsfaraldursins sem hefur litað líf okkar undanfarin misseri. Ólympíuþorpið í ár var í raun hálfgerð „sóttvarnarbúbbla.“ Virðist hún hafa skilað sínu þar sem ekki þurfti að fresta né aflýsa neinum viðburði á leikunum. Fjöldi smita í kringum leikana var töluvert meiri eða 430 talsins. Á sunnudag - lokadegi leikanna - var greint frá að 26 hefðu greinst smitaðir til viðbótar. Heildartala smitaðra í tengslum við leikanna var þar með komin upp í 430 alls. Þriðja daginn í röð greindist enginn keppandi á ÓL smitaður. Af þeim 26 sem greindust unnu 16 við framkvæmdir og viðgerðir á leikunum. „Sóttvarnarbúbbla“ Ólympíuþorpsins skilaði sínu hvað varðar fjölda smita en aðeins greindust 32 tilfelli í þorpinu þar sem keppendur og þjálfarar búa á meðan leikunum stendur. Af þeim voru 29 keppendur en það hafði eins og áður sagði ekki nein áhrif á framkvæmd leikanna þar sem aldrei þurfti að færa né fresta viðburði. Ef keppendur reyndust smitaði af Covid-19 var þeim meinað að taka þátt. Ekki kemur fram hvort júdólið Georgíu sé meðal þeirra sem greindust en þeim var meinuð þátttaka eftir að hafa farið í óvænta skoðunarferð um Tókýó án þess að vera með leyfi mótshaldara. Þá fengu alls fimm leikmenn í ástralska landsliðinu í íshokkí refsingu fyrir að yfirgefa „sóttvarnarbúbbluna“ til að festa kaup á ísköldum bjór. Samkvæmt skipuleggjendum Ólympíuleikanna í Tókýó var skimað fyrir kórónuveirunni alls 624 þúsund sinnum á meðan leikunum stóð. Aðeins 0,02 prósent skiluðu jákvæði sýni sem verður að teljast ágætt miðað við hversu slæm staðan er í Japan þessa dagana. Alls hafa 15 þúsund manns látist vegna veirunnar og neyðarástandi var lýst yfir áður en leikarnir hófust. Ísland átti fjóra þátttakendur á leikunum að þessu sinni. Það voru þau Guðni Valur Guðnason, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Ásgeir Sigurgeirsson og Anton Sveinn McKee.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira