Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2021 22:36 Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Vísir/Vilhelm Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst. Halla Hrund tók við embætti orkumálastjóra í sumar en hún hefur síðustu ár stýrt miðstöð norðurslóða við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði hún orkuskipti í samgöngum sérstaklega mikilvæg þegar horft væri til loftslagsbreytinga sem sýni sífellt af sér alvarlegri hliðar. Sagðist hún telja tækifæri til þess að gera betur í íslensku samfélagi þrátt fyrir að hér hefði ýmislegt tekist vel til á undanförnum árum og áratugum. „Eitt af lykilverkefnunum framundan þegar kemur að orkumálum hér heima er að klára orkuskiptin. Þá erum við ekki bara að horfa til orkuskipta í samgöngum á landi heldur erum við líka að horfa á orkuskipti til lengri tíma litið bæði á sjó og einnig í flugsamgöngum,“ sagði Halla Hrund. Þarf að fjölga hraðhleðslustöðvum Um fjórðungur bíla sem var nýskráður í fyrra var rafbílar. Halla Hrund sagði að þegar tekið sé tillit til líftíma farartækja þurfi að gera töluvert betur ætli Íslendingar sér að ná lengra á næstu árum í orkuskiptum bílaflotans. Stjórnvöld spili þar stórt hlutverk, bæði með því að greiða leiðina með ýmsum hvötum og ívilnunum og með því að passa að innviðir séu aðgengilegir og nýtist fólki sem best sama hvar það er á landinu. Í því samhengi nefndi hún hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Nú sé svo komið að rafbílaeigendur ættu ekki að vera í vandræðum með að hlaða bíla sína hringinn í kringum landið en betur megi ef duga skuli. „Það er til dæmis þörf á því að bæta fjölda hraðhleðslustöðva sem gera það að verkum að þú þarft að bíða styttra eftir því að klára að hlaða farartækið þitt. Þannig að það er nóg framundan,“ sagði orkumálastjóri. Benti hún á að stjórnvöld hafi sýnt málaflokknum sífellt meiri áhuga og veitt honum aukinn stuðning á undanförnum árum. Þannig hafi framlög í orkusjóð undir Orkustofnun margfaldast. Sjóðurinn hefur meðal annars styrkt verkefni til þess að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt land. Sátt ríki um nýtingu vindorku Halla Hrund var spurð sérstaklega út í hlutverk vindorku í orkuskiptum hérlendis. Sagði hún ljóst að vindorka ætti eftir að spila stórt hlutverk í orkuskiptum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Mörg tækifæri væru til þróunar vindorku á Íslandi. Mikilvægt væri þó að vandað væri til leikreglna og ferla við ákvörðunartökur þannig að sátt gæti ríkt og tækifærin væru nýtt með sem bestum hætti. Þörf væri á margskonar lausnum í orkuskiptunum og þar gætu rafmagn, vetni og lífdísill leikið sín hlutverk. „Ég held að góðu fréttirnar í þessu samhengi séu að Ísland hefur þegar náð miklum árangri. Við erum fámenn þjóð, við erum vel menntuð þjóð og ég held að við höfum sýnt að getum allt sem við ætlum okkur, þannig að ég er bjartsýn,“ sagði Halla Hrund. Orkumál Loftslagsmál Vistvænir bílar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Halla Hrund tók við embætti orkumálastjóra í sumar en hún hefur síðustu ár stýrt miðstöð norðurslóða við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði hún orkuskipti í samgöngum sérstaklega mikilvæg þegar horft væri til loftslagsbreytinga sem sýni sífellt af sér alvarlegri hliðar. Sagðist hún telja tækifæri til þess að gera betur í íslensku samfélagi þrátt fyrir að hér hefði ýmislegt tekist vel til á undanförnum árum og áratugum. „Eitt af lykilverkefnunum framundan þegar kemur að orkumálum hér heima er að klára orkuskiptin. Þá erum við ekki bara að horfa til orkuskipta í samgöngum á landi heldur erum við líka að horfa á orkuskipti til lengri tíma litið bæði á sjó og einnig í flugsamgöngum,“ sagði Halla Hrund. Þarf að fjölga hraðhleðslustöðvum Um fjórðungur bíla sem var nýskráður í fyrra var rafbílar. Halla Hrund sagði að þegar tekið sé tillit til líftíma farartækja þurfi að gera töluvert betur ætli Íslendingar sér að ná lengra á næstu árum í orkuskiptum bílaflotans. Stjórnvöld spili þar stórt hlutverk, bæði með því að greiða leiðina með ýmsum hvötum og ívilnunum og með því að passa að innviðir séu aðgengilegir og nýtist fólki sem best sama hvar það er á landinu. Í því samhengi nefndi hún hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Nú sé svo komið að rafbílaeigendur ættu ekki að vera í vandræðum með að hlaða bíla sína hringinn í kringum landið en betur megi ef duga skuli. „Það er til dæmis þörf á því að bæta fjölda hraðhleðslustöðva sem gera það að verkum að þú þarft að bíða styttra eftir því að klára að hlaða farartækið þitt. Þannig að það er nóg framundan,“ sagði orkumálastjóri. Benti hún á að stjórnvöld hafi sýnt málaflokknum sífellt meiri áhuga og veitt honum aukinn stuðning á undanförnum árum. Þannig hafi framlög í orkusjóð undir Orkustofnun margfaldast. Sjóðurinn hefur meðal annars styrkt verkefni til þess að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt land. Sátt ríki um nýtingu vindorku Halla Hrund var spurð sérstaklega út í hlutverk vindorku í orkuskiptum hérlendis. Sagði hún ljóst að vindorka ætti eftir að spila stórt hlutverk í orkuskiptum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Mörg tækifæri væru til þróunar vindorku á Íslandi. Mikilvægt væri þó að vandað væri til leikreglna og ferla við ákvörðunartökur þannig að sátt gæti ríkt og tækifærin væru nýtt með sem bestum hætti. Þörf væri á margskonar lausnum í orkuskiptunum og þar gætu rafmagn, vetni og lífdísill leikið sín hlutverk. „Ég held að góðu fréttirnar í þessu samhengi séu að Ísland hefur þegar náð miklum árangri. Við erum fámenn þjóð, við erum vel menntuð þjóð og ég held að við höfum sýnt að getum allt sem við ætlum okkur, þannig að ég er bjartsýn,“ sagði Halla Hrund.
Orkumál Loftslagsmál Vistvænir bílar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels