Sport

Anníe Mist langfyrst að klára næstsíðustu þrautina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mögnuð íþróttakona.
Mögnuð íþróttakona. mynd/@anniethorisdottir

Nú er aðeins ein grein eftir á heimsleikunum í CrossFit þar sem fjórir Íslendingar hafa verið að gera gott mót undanfarna daga. 

Anníe Mist Þórisdóttir hélt áfram að sýna undraverða frammistöðu í fjórtándu grein leikanna sem lauk nú rétt í þessu. Anníe Mist kláraði á langbesta tímanum, var rúmum ellefu sekúndum á undan næstu konu, hinni norsku Kristin Holte.

Anníe lyfti sér þar með upp í 3.sæti heildarkeppninnar fyrir síðustu grein helgarinnar sem fram fer í kvöld. Hún er 74 stigum á eftir hinni ungversku Lauru Horvath sem situr í 2.sæti en Ástralinn Tia-Clair Toomey er í yfirburðarstöðu á toppnum og á sigurinn vísan.

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í harðri baráttu um að enda á meðal tíu efstu keppenda en hún er í ellefta sæti. Þuríður Erla Helgadóttir í því fimmtánda.

Hjá körlunum er Björgvin Karl Guðmundsson í hörkubaráttu um að landa einu af þremur efstu sætunum en hann er í fjórða sæti heildarkeppninnar eftir að hafa lent í 5.sæti í fjórtándu greininni sem lauk nú fyrir stundu.

Spennandi lokasprettur framundan hjá íslensku keppendunum og er hægt að fylgjast með hverju skrefi í fréttinni hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.