Tónlist

Akureyrskir Pálmar með kveðju af ströndinni

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Pálmar er rúmlega tvítug hljómsveit, með löngu hléi þó.
Pálmar er rúmlega tvítug hljómsveit, með löngu hléi þó. aðsend

Akureyrska hljómsveitin Pálmar hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við þriðja lag sitt Sæll vinur.

Sveitina skipa Akureyringarnir Andrés Vilhjálmsson, Þorgils Gíslason og Geir Sigurðsson.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1998 í kjallara á Akureyri en leiðir skildust frekar fljótt hjá þeim félögum. Þeir tóku síðan aftur upp þráðinn fyrir stuttu og er þetta þriðja lag sveitarinnar.

Sveitin segist síðan stefna á tónleikahald með haustinu.

Hér má sjá nýja myndbandið við lagið Sæll vinur:
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.