Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2021 19:21 Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla. Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 í gær greindum við frá nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þremur prósentustigum frá síðustu könnun fyrirtækisins í júní og mælist nú með 20,9 prósent atkvæða. Samfylkingin, Píratar og þá sérstaklega Sósíalistaflokkurinn sækja í sig veðrið á milli kannana en aðrir flokkar standa nánast í stað eða dala milli kannanna. Þá mælist Flokkur fólksins með 4,2 prósent og næði ekki manni á þing. Stöð 2/Ragnar Visage Menntun fólks hefur töluvert að segja um stuðning við einstaka flokka en mismikið þó eftir flokkum. Stöð 2/Ragnar Visage Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgis þeirra sem eru einungis með grunnskólapróf, eða 26,6 prósenta en einungis 16,8 prósenta fólks með framhaldsmenntun á háskólastigi. Fylgi Vinstri grænna og Samfylkinginar vex hins vegar með aukinni menntun og myndu 19,4 prósent háskólamenntaðra kjósa Vinstri græn og 17,5 prósent Samfylkinguna. Munurinn er ekki eins sláandi hjá öðrum flokkum en einungis 1,3 prósent fólks með framhaldsmenntun á háskólastigi myndu þó kjósa Miðflokkinn en 9,2 prósent grunnskólamenntaðra. Stöð 2/Ragnar Visage Tekjur skipta líka máli. Þeir sem eru með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsundum myndu flestir kjósa Samfylkinguna, eða 29 prósent, langt yfir almennri fylgisspá sem er 13,7 prósent. Hjá Sjálfstæðisflokki er þessu öfugt farið þar sem einungis 11 prósent í lægsta tekjuflokknum myndu kjósa hann, en 30,3 prósent þeirra sem eru með meira en tólf hundruð þúsund krónur í heimilistekjur, langt yfir almennu fylgi flokksins í könnuninni. Píratar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sækja líka mest af sínu fylgi til þeirra sem eru með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum, en Sósíalistaflokkurinn nýtur mest fylgis hjá þeim sem eru með 400 til átta hundruð þúsund í heimilistekjur á mánuði. Stöð 2/Ragnar Visage Aldur kjósenda skiptir líka miklu máli þegar kemur að fylgi flokka. Þannig nýtur Samfylkingin mest fylgis allra flokka í yngsta aldurshópnum eða um 26 prósenta. Stöð 2/Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar mikið forskot á aðra flokka í elstu aldurshópunum tveimur með stuðning 23. prósenta til tæplega 28 prósenta fólks eldra en fimmtíu ára. Stöð 2/Ragnar Visage Þá er mikill munur á því hvernig kynin kjósa. Sjálfstæðisflokkurinn er með yfirburðastöðu meðal karla en tæplega 26 prósent þeirra myndu kjósa hann samkvæmt könnun Maskínu. Stöð 2/Ragnar Visage Vinstri græn hafa aftur á móti vinninginn meðal kvenna. Tæplega 20 prósent þeirra myndu kjósa VG en einungis 3 prósent þeirra myndu kjósa Miðflokkinn sem annars nýtur tæplega 8 prósenta fylgis á meðal karla. Stöð 2/Ragnar Visage Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn. 29. júlí 2021 11:50 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 í gær greindum við frá nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þremur prósentustigum frá síðustu könnun fyrirtækisins í júní og mælist nú með 20,9 prósent atkvæða. Samfylkingin, Píratar og þá sérstaklega Sósíalistaflokkurinn sækja í sig veðrið á milli kannana en aðrir flokkar standa nánast í stað eða dala milli kannanna. Þá mælist Flokkur fólksins með 4,2 prósent og næði ekki manni á þing. Stöð 2/Ragnar Visage Menntun fólks hefur töluvert að segja um stuðning við einstaka flokka en mismikið þó eftir flokkum. Stöð 2/Ragnar Visage Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgis þeirra sem eru einungis með grunnskólapróf, eða 26,6 prósenta en einungis 16,8 prósenta fólks með framhaldsmenntun á háskólastigi. Fylgi Vinstri grænna og Samfylkinginar vex hins vegar með aukinni menntun og myndu 19,4 prósent háskólamenntaðra kjósa Vinstri græn og 17,5 prósent Samfylkinguna. Munurinn er ekki eins sláandi hjá öðrum flokkum en einungis 1,3 prósent fólks með framhaldsmenntun á háskólastigi myndu þó kjósa Miðflokkinn en 9,2 prósent grunnskólamenntaðra. Stöð 2/Ragnar Visage Tekjur skipta líka máli. Þeir sem eru með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsundum myndu flestir kjósa Samfylkinguna, eða 29 prósent, langt yfir almennri fylgisspá sem er 13,7 prósent. Hjá Sjálfstæðisflokki er þessu öfugt farið þar sem einungis 11 prósent í lægsta tekjuflokknum myndu kjósa hann, en 30,3 prósent þeirra sem eru með meira en tólf hundruð þúsund krónur í heimilistekjur, langt yfir almennu fylgi flokksins í könnuninni. Píratar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sækja líka mest af sínu fylgi til þeirra sem eru með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum, en Sósíalistaflokkurinn nýtur mest fylgis hjá þeim sem eru með 400 til átta hundruð þúsund í heimilistekjur á mánuði. Stöð 2/Ragnar Visage Aldur kjósenda skiptir líka miklu máli þegar kemur að fylgi flokka. Þannig nýtur Samfylkingin mest fylgis allra flokka í yngsta aldurshópnum eða um 26 prósenta. Stöð 2/Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar mikið forskot á aðra flokka í elstu aldurshópunum tveimur með stuðning 23. prósenta til tæplega 28 prósenta fólks eldra en fimmtíu ára. Stöð 2/Ragnar Visage Þá er mikill munur á því hvernig kynin kjósa. Sjálfstæðisflokkurinn er með yfirburðastöðu meðal karla en tæplega 26 prósent þeirra myndu kjósa hann samkvæmt könnun Maskínu. Stöð 2/Ragnar Visage Vinstri græn hafa aftur á móti vinninginn meðal kvenna. Tæplega 20 prósent þeirra myndu kjósa VG en einungis 3 prósent þeirra myndu kjósa Miðflokkinn sem annars nýtur tæplega 8 prósenta fylgis á meðal karla. Stöð 2/Ragnar Visage
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn. 29. júlí 2021 11:50 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn. 29. júlí 2021 11:50
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31