Bíó og sjónvarp

Fluttur á spítala eftir að hafa hnigið niður í tökum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Bob Odenkirk er hve þekktastur fyrir hlutverk sitt sem svikahrappurinn Saul.
Bob Odenkirk er hve þekktastur fyrir hlutverk sitt sem svikahrappurinn Saul. getty/John lamparski

Leika­rinn Bob Oden­kirk hefur verið fluttur á spítala eftir að hann hneig niður á setti við tökur á þáttunum vin­sælu Bet­ter Call Saul.

Leikarinn er þekktastur fyrir leik sinn á aðal­per­sónu þáttanna, lög­fræðingnum Saul, en þættirnir eru sjálf­stætt fram­hald af þáttunum Breaking Bad, sem nutu gífur­legra vin­sælda fyrir um ára­tug síðan.

Ekki er vitað hvað amar að leikaranum en að sögn er­lendra fjöl­miðla hneig hann niður í tökum og hlaut að­hlynningu frá fólki á staðnum. Hann var síðan fluttur með sjúkra­bíl á spítala.

Oden­kirk hefur fengið til­nefningar til fernra Emmy-verð­launa og einna Golden Globe verð­launa fyrir leik sinn í þáttunum.

Áður hefur hann unnið tvenn Emmy-verð­laun fyrir hand­ritas­krif og fram­leiðslu.

Tökur standa nú yfir á sjö­ttu seríu Bet­ter Call Saul, sem á að verða síðasta sería þáttanna.

Hér má sjá stiklu fyrir seríu fimm af þáttunum:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×