Sport

Fyrstu gullverðlaun heimamanna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Na­ohisa Takato vann gullverðlaun í 60 kg flokki í júdó.
Na­ohisa Takato vann gullverðlaun í 60 kg flokki í júdó. Harry How/Getty Images

Na­ohisa Takato varð í dag fyrsti heimamaðurinn til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó þessa dagana. Hann hafði bet­ur gegn Yung Wei Yang frá Taív­an í úr­slit­um í -60 kg flokki í júdó.

Yang fékk á sig þrjú vítastig í úrslitaviðureigninni og Takato stóð því uppi sem sigurvegari. 

Yung Wei Yang þurfti því að sætta sig við silfrið, en Frakkinn Luka Kk­heidze og Yeldos Smet­ov frá Kasakstan deila með sér bronsverðlaununum.

Takato er fæddur árið 1993 og er að keppa á sínum öðrum leikum. Hann fékk brons í Rio árið 2016.

Þá hefur hann unnið heimsmeistaramótið í þessum sama flokki þrisvar. Það fyrsta árið 2013, og svo tvö ár í röð árin 2017 og 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×