Hrollvekjan Titane hlaut Gullpálmann Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2021 20:31 Julia Ducournau grét af gleði þegar hún tók við Gullpálmanum. Vadim Ghirda/AP Photo Franski leikstjórinn Julia Ducournau varð í dag annar kvenkyns leikstjórinn til að vinna Gullpálmann þegar mynd hennar Titane vann aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar í dag. Spike Lee, leikstjóra og forseta dómnefndar Cannes, varð á í messunni þegar hann tilkynnti Titane sem sigurvegara Gullpálmans í byrjun verðlaunaathafnarinnar í Cannes í kvöld. Venjan er að veita Gullpálmann í lok athafnarinnar. Spike Lee skammaðist sín í kvöld.AP Photo/Vadim Ghirda Kvikmyndhátíðinni í Cannes lauk í kvöld eftir tólf daga hátíðarhöld. Faraldur Covid-19 setti sinn stimpil á hátíðina eins og svo margt annað. Færri gestir en venjulega komust að og var þeim öllum gert að bera andlitsgrímur í kvikmyndahúsunum. Hátíðinni í fyrra var aflýst sökum faraldursins og létu gestir takmarkanir því ekki spilla gleðinni. Grand Prix verðlaununum var deilt meðal írönsku dramamyndarinnar A Hero og hinnar finnsku Apartment No. 6. Grand Prix verðlaunin eru í raun verðlaun fyrir annað sætið á hátíðinni. Leos Carax hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn en hann leikstýrði opnunarmynd hátíðarinnar, söngleikjamyndinni Annette. Renate Reinsve var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Worst Person in the World. Caleb Landry Jones var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir að leika fjöldamorðingja í Nitram, sannsögulegri mynd um fjöldamorðið í Ástralíu árið 1996. Murina, mynd króatíska leikstjórans Antoneta Alamat Kusijanović, hlaut Gullmyndavélina, verðlaun fyrir bestu frumraun leikstjóra. Kusijanović gat ekki veitt verðlaununum viðtöku þar sem hún eignaðist barn í gær. Cannes Frakkland Bíó og sjónvarp Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Spike Lee, leikstjóra og forseta dómnefndar Cannes, varð á í messunni þegar hann tilkynnti Titane sem sigurvegara Gullpálmans í byrjun verðlaunaathafnarinnar í Cannes í kvöld. Venjan er að veita Gullpálmann í lok athafnarinnar. Spike Lee skammaðist sín í kvöld.AP Photo/Vadim Ghirda Kvikmyndhátíðinni í Cannes lauk í kvöld eftir tólf daga hátíðarhöld. Faraldur Covid-19 setti sinn stimpil á hátíðina eins og svo margt annað. Færri gestir en venjulega komust að og var þeim öllum gert að bera andlitsgrímur í kvikmyndahúsunum. Hátíðinni í fyrra var aflýst sökum faraldursins og létu gestir takmarkanir því ekki spilla gleðinni. Grand Prix verðlaununum var deilt meðal írönsku dramamyndarinnar A Hero og hinnar finnsku Apartment No. 6. Grand Prix verðlaunin eru í raun verðlaun fyrir annað sætið á hátíðinni. Leos Carax hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn en hann leikstýrði opnunarmynd hátíðarinnar, söngleikjamyndinni Annette. Renate Reinsve var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Worst Person in the World. Caleb Landry Jones var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir að leika fjöldamorðingja í Nitram, sannsögulegri mynd um fjöldamorðið í Ástralíu árið 1996. Murina, mynd króatíska leikstjórans Antoneta Alamat Kusijanović, hlaut Gullmyndavélina, verðlaun fyrir bestu frumraun leikstjóra. Kusijanović gat ekki veitt verðlaununum viðtöku þar sem hún eignaðist barn í gær.
Cannes Frakkland Bíó og sjónvarp Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið