Erlent

Af­hjúpa styttu af Díönu í til­efni af sex­tíu ára fæðingar­af­mælinu

Atli Ísleifsson skrifar
Díana með sonum sínum, Harry og Vilhjálmi.
Díana með sonum sínum, Harry og Vilhjálmi. Getty

Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry munu síðar í dag afhjúpa styttu af móður sinni, Díönu, prinsessu af Wales, í garði Kensington-hallar. Díana, sem lést í París í ágúst 1997, hefði orðið sextug á þessum degi hefði henni enst aldur til.

Viðburðurinn verður sá fyrsti sem Vilhjálmur og Harry sækja saman eftir jarðarför afa þeirra, Filippusar prins, í apríl síðastliðinn.

Bræðurnir Vilhjálmur og Harry veittu heimild til gerðar styttu af móður sinnar árið 2017. Sögðust þeir á þeim tíma vonast til að styttan myndi aðstoða gesti hallarinnar til að minnast og íhuga líf hennar og arfleifð.

Harry, sem býr nú í Bandaríkjunum með eiginkonu sinni Meghan og tveimur börnum, mætti til Bretlands í síðustu viku til að hafa lokið við sóttkví fyrir viðburð dagsins í dag.

Auk þeirra bræðra hefur breska konungsfjölskyldan staðfest að meðlimir úr nánustu fjölskyldu Díönu munu vera viðstaddir afhjúpunina, ásamt fulltrúum nefndar sem hélt utan um gerð styttunnar og hönnun garðsins þar sem hana verður að finna.

Alls hafa um fjögur þúsund blóm verið sérstaklega gróðursett í Sunken Garden við Kensington-höll í tilefni af afhjúpun styttunnar.AP

Ian Rank-Broadley var falið að móta styttuna en hann á langan feril að baki við að skapa myndir og styttur af kóngafólki. Hann varður sömuleiðis viðstaddur afhjúpunina. 

Alls hafa um fjögur þúsund blóm verið sérstaklega gróðursett í Sunken Garden við Kensington-höll í tilefni af afhjúpun styttunnar.

Garðurinn er tengdur við Hyde Park í London og verður opinn almenningi á opununartíma Kensington-hallar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.