Segir dóminn geta ýtt við hestamannafélögum og komið í veg fyrir slys Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. júní 2021 22:47 Niðurstaða dómsins var sú að búast hefði mátt við viðbrögðum hestsins og að koma hefði mátt í veg fyrir slysið með merkingum. Vísir/AP Guðrún Rut Heiðarsdóttir knapi hafði betur í skaðabótamáli sínu gegn Vátryggingafélagi Íslands fyrr í mánuðinum eftir hestaslys sem hún lenti í fyrir rúmum fimm árum. Hún segir dóminn fordæmisgefandi og staðfesta það að hestamannafélög verði að passa betur upp á aðstæður og merkingar við skipulagðar æfingar. Slysið varð á skeiðæfingu þann 8. apríl 2016. Þá áttu knaparnir að leggja hestum sínum á skeið inn um dyr á öðrum gafli reiðhallarinnar, fara eftir keppnisbrautinni endilangri og síðan út úr húsinu um dyr hinum megin í höllinni. Þar var hins vegar ekki afmarkað svæði til að hægja á hestinum og stökk hann upp þegar Guðrún reið honum út úr höllinni, beygði snögglega upp með húsinu og stoppaði skyndilega svo hún datt af baki og þríökklabrotnaði. Formaður hestamannafélagsins með persónuleg leiðindi Hún taldi fyrst að atvikið hefði verið óhapp en áttaði sig síðan á því að niðurhægingarbraut fyrir hestinn hefði átt að vera afmörkuð. Mat dómsins var að viðbrögð hests Guðrúnar, sem kom á mikilli ferð út úr húsinu á opið, óafmarkað svæði hafi verið viðbrögð sem hefði mátt búast við. Þau hefðu líklega ekki orðið eins ef afmörkuð braut hefði verið sett upp til að hægja ferð hestsins. Guðrún segir mikinn létti að dómurinn hafi fallið henni í vil en Vátryggingarfélagið og hestamannafélagið Léttir vildu ekki bera ábyrgð á slysinu. „Hestamannafélagið sjálft var bara með persónuleg leiðindi við mig þegar ég ávítti það fyrir þetta á sínum tíma,“ segir Guðrún. „Ég fékk mjög leiðinleg ummæli frá formanni hestamannafélagsins á sínum tíma í persónulegum skilaboðum – að ég væri að eyðileggja feril og annað – sem mér fannst mjög leiðinlegt.“ Svipað en mun alvarlegra slys í fyrra Hún segist fegin að ekki fór verr hjá sér og vonar að dómurinn verði til þess að hestamannafélögin sjái til þess að hlutir sem þessir verði í lagi í framtíðinni. Það komi þá í veg fyrir fleiri slys. „Auðvitað hafa oft komið svona slys en það hefur bara aldrei neinn spáð í að það gæti þurft að hafa ákveðnar reglur um skipulegar æfingar hjá hestamannafélögum. Þetta er bara alveg eins og allar aðrar skipulegar æfingar hjá íþróttafélögum,“ segir hún. Hún rifjar þá upp hræðilegt slys Eddu Rúnar Ragnarsdóttur, vinkonu sinnar, í fyrra þegar hún var að æfa fyrir skeiðmót í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Hún er í hjólastól eftir slysið. „Þetta er bara nákvæmlega það sama sem gerðist. Þar voru þau að æfa og það var eins – það var ekki nein frárein,“ segir Guðrún. Hún er enn nokkuð meidd eftir slysið og hefur ekki getað sinnt öðrum áhugamálum sínum eins og fjallgöngum og hlaupum eftir að hún þríökklabrotnaði. Hestar Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Akureyri Hestaíþróttir Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Slysið varð á skeiðæfingu þann 8. apríl 2016. Þá áttu knaparnir að leggja hestum sínum á skeið inn um dyr á öðrum gafli reiðhallarinnar, fara eftir keppnisbrautinni endilangri og síðan út úr húsinu um dyr hinum megin í höllinni. Þar var hins vegar ekki afmarkað svæði til að hægja á hestinum og stökk hann upp þegar Guðrún reið honum út úr höllinni, beygði snögglega upp með húsinu og stoppaði skyndilega svo hún datt af baki og þríökklabrotnaði. Formaður hestamannafélagsins með persónuleg leiðindi Hún taldi fyrst að atvikið hefði verið óhapp en áttaði sig síðan á því að niðurhægingarbraut fyrir hestinn hefði átt að vera afmörkuð. Mat dómsins var að viðbrögð hests Guðrúnar, sem kom á mikilli ferð út úr húsinu á opið, óafmarkað svæði hafi verið viðbrögð sem hefði mátt búast við. Þau hefðu líklega ekki orðið eins ef afmörkuð braut hefði verið sett upp til að hægja ferð hestsins. Guðrún segir mikinn létti að dómurinn hafi fallið henni í vil en Vátryggingarfélagið og hestamannafélagið Léttir vildu ekki bera ábyrgð á slysinu. „Hestamannafélagið sjálft var bara með persónuleg leiðindi við mig þegar ég ávítti það fyrir þetta á sínum tíma,“ segir Guðrún. „Ég fékk mjög leiðinleg ummæli frá formanni hestamannafélagsins á sínum tíma í persónulegum skilaboðum – að ég væri að eyðileggja feril og annað – sem mér fannst mjög leiðinlegt.“ Svipað en mun alvarlegra slys í fyrra Hún segist fegin að ekki fór verr hjá sér og vonar að dómurinn verði til þess að hestamannafélögin sjái til þess að hlutir sem þessir verði í lagi í framtíðinni. Það komi þá í veg fyrir fleiri slys. „Auðvitað hafa oft komið svona slys en það hefur bara aldrei neinn spáð í að það gæti þurft að hafa ákveðnar reglur um skipulegar æfingar hjá hestamannafélögum. Þetta er bara alveg eins og allar aðrar skipulegar æfingar hjá íþróttafélögum,“ segir hún. Hún rifjar þá upp hræðilegt slys Eddu Rúnar Ragnarsdóttur, vinkonu sinnar, í fyrra þegar hún var að æfa fyrir skeiðmót í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Hún er í hjólastól eftir slysið. „Þetta er bara nákvæmlega það sama sem gerðist. Þar voru þau að æfa og það var eins – það var ekki nein frárein,“ segir Guðrún. Hún er enn nokkuð meidd eftir slysið og hefur ekki getað sinnt öðrum áhugamálum sínum eins og fjallgöngum og hlaupum eftir að hún þríökklabrotnaði.
Hestar Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Akureyri Hestaíþróttir Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira