Tvær mömmur í Ólympíuliði Bandaríkjamanna í Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 13:30 Allyson Felix fagnar hér Ólympíusæti sínu með dótturinni Camryn á bandaríska úrtökumótinu. AP/Ashley Landis Bandarísku spretthlaupararnir Allyson Felix og Quanera Hayes tryggðu sér um helgina sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna í 400 metra hlaupi en þær eiga líka annað sameiginlegt. Báðar eiga þær Allyson og Quanera ung börn en báðar hafa komið til baka og eru nú í frábæru formi. Eitt það erfiðasta í íþróttunum í dag er að komast í Ólympíulið Bandaríkjamanna í spretthlaupum enda eru margir heimsklassa hlauparar að keppa um mjög fá laus sæti. Afrek þeirra vekur því athygli. Hinn 29 ára gamla Quanera Hayes vann hlaupið með því að koma í mark á 49,78 sekúndum eða sínum besta tíma á árinu. Þetta var mun tæpara hjá hinni 35 ára gömlu Allyson Felix. Hún var bara í fjórða sæti fyrir lokasprettinn en tókst að komast fram úr tveimur í lokin og koma í mark á sínum besta tíma á árinu, 50,02 sekúndum. Wadeline Jonathas var síðan í þriðja sæti en aðeins þrjár komust í Ólympíuliðið í greininni. Wadeline er bara 23 ára eða tólf árum yngri en Felix. "SUPERMOMMIES! YEAH!"Quanera Hayes' son and @allysonfelix's daughter met after their moms qualified for the #TokyoOlympics. The moment speaks for itself.@usatf | #TokyoOlympics x #TrackFieldTrials21 pic.twitter.com/MCrlvJ7G9e— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) June 21, 2021 Allyson eignaðist dótturina Camryn árið 2018 en hún var fyrirburi og eyddi fyrsta mánuði sínum í nýburagjörgæslu á sjúkrahúsi. Þetta var erfiður tími og gerði henni enn erfiðara fyrir að koma sér aftur af stað við æfingarnar. Quanera á tveggja ára gamlan son sem heitir Demetrius. Það varð til mjög skemmtileg stund eftir hlaupið þegar mömmurnar fönguðu Ólympíusæti með börnunum sínum eins og sjá má hér fyrir ofan. Allyson Felix hefur unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum og þrenn silfurverðlaun. Eina einstaklingsgullið hennar kom í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012 en hin hafa komið í boðhlaupum á síðustu þremur leikum. Felix fékk silfurverðlaun í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 400 en hún tapaði þá fyrir Shaunae Miller frá Bahamaeyjum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjá meira
Báðar eiga þær Allyson og Quanera ung börn en báðar hafa komið til baka og eru nú í frábæru formi. Eitt það erfiðasta í íþróttunum í dag er að komast í Ólympíulið Bandaríkjamanna í spretthlaupum enda eru margir heimsklassa hlauparar að keppa um mjög fá laus sæti. Afrek þeirra vekur því athygli. Hinn 29 ára gamla Quanera Hayes vann hlaupið með því að koma í mark á 49,78 sekúndum eða sínum besta tíma á árinu. Þetta var mun tæpara hjá hinni 35 ára gömlu Allyson Felix. Hún var bara í fjórða sæti fyrir lokasprettinn en tókst að komast fram úr tveimur í lokin og koma í mark á sínum besta tíma á árinu, 50,02 sekúndum. Wadeline Jonathas var síðan í þriðja sæti en aðeins þrjár komust í Ólympíuliðið í greininni. Wadeline er bara 23 ára eða tólf árum yngri en Felix. "SUPERMOMMIES! YEAH!"Quanera Hayes' son and @allysonfelix's daughter met after their moms qualified for the #TokyoOlympics. The moment speaks for itself.@usatf | #TokyoOlympics x #TrackFieldTrials21 pic.twitter.com/MCrlvJ7G9e— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) June 21, 2021 Allyson eignaðist dótturina Camryn árið 2018 en hún var fyrirburi og eyddi fyrsta mánuði sínum í nýburagjörgæslu á sjúkrahúsi. Þetta var erfiður tími og gerði henni enn erfiðara fyrir að koma sér aftur af stað við æfingarnar. Quanera á tveggja ára gamlan son sem heitir Demetrius. Það varð til mjög skemmtileg stund eftir hlaupið þegar mömmurnar fönguðu Ólympíusæti með börnunum sínum eins og sjá má hér fyrir ofan. Allyson Felix hefur unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum og þrenn silfurverðlaun. Eina einstaklingsgullið hennar kom í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012 en hin hafa komið í boðhlaupum á síðustu þremur leikum. Felix fékk silfurverðlaun í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 400 en hún tapaði þá fyrir Shaunae Miller frá Bahamaeyjum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjá meira